About kjartan

This author has not yet filled in any details.
So far kjartan has created 100 blog entries.

Óhapp við kjarnaofn í Halden í Noregi

Greint hefur verið frá því að óhapp hafi átt sér stað í gær (24.10.2016) við meðferð eldsneytis við kjarnaofn sem notaður er við rannsóknir hjá norsku Orkurannsóknastofnuninni (Institutt for energiteknikk, IFE) í Halden í Noregi. Örlítið af geislavirku joði (I-131 og I-132) barst um bygginguna sem hýsir lítinn rannsóknaofn sem þar er starfræktur og hluti

2016-10-25T15:57:25+00:00 25.10.2016|0 Comments

Ný matsskýrsla AMAP um geislavirkni á Norðurskautssvæði

AMAP (Arctic Monitoring and Assessment Programme) er vinnuhópur vísindamanna sem starfar á vegum Norðurskautsráðsins. Hlutverk hans er að veita upplýsingar um ástand náttúru á Norðurskautssvæði og ógnir sem að henni steðja, sem og að veita stjórnvöldum ráðgjöf á vísindalegum grunni um aðgerðir til verndunar og forvarna í tengslum við mengun og varnir gegn áhrifum loftslagsbreytinga.

2016-11-04T07:23:39+00:00 18.10.2016|Efnistök: , , , |0 Comments

Námskeið á vegum Geislavarna 2016 – 2017

Á vefsetri Geislavarna ríkisins eru birtar upplýsingar um námskeið hjá stofnuninni í haust.  Tveimur er þegar lokið en eitt á döfinni. Um er að ræða námskeið fyrir bæði ábyrgðarmenn og tæknimenn vegna notkunar geislatækja í læknisfræðilegum tilgangi, vegna notkunar í iðnaði og við öryggisgæslu. Á næsta ári verða í boði fleiri námskeið, s.s. fyrir ábyrgðarmenn

Skýrsla Íslands um kjarnöryggi

Geislavarnir ríkisins lögðu á dögunum fram skýrslu Íslands um kjarnöryggi fyrir 7. rýnifund alþjóðasáttmála um kjarnöryggi (Convention on Nuclear Safety, CNS) sem haldinn verður í höfuðstöðvum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) næsta vor. Samningurinn tók gildi 24. október 1996 en Ísland varð fullgildur aðili að honum 2. september 2008. Markmið samningsins er að stuðla að auknu öryggi við

2016-10-06T08:31:35+00:00 06.10.2016|Efnistök: , , |0 Comments

Nýjar leiðbeiningar um skermun geislunaraðstöðu

Nýlega gáfu Geislavarna ríkisins út nýtt leiðbeiningarit í framhaldi af nýrri reglugerð nr. 1299/2015 um geislavarnir vegna notkunar geislatækja sem gefa frá sér jónandi geislun (sjá frétt dags. 14. janúar og  9. febrúar 2016). Ritið ber heitið:  GR16:02 Leiðbeiningar um skermun geislunaraðstöðu Við notkun geislatækja sem gefa frá sér jónandi geislun þarf að tryggja að

2016-09-12T13:46:38+00:00 08.09.2016|Efnistök: , , |0 Comments

Norrænt verkefni um leit að geislalindum (MOMORC)

Geislavarnir ríkisins taka nú þátt í norrænu verkefni sem miðar að því að sannreyna líkan sem metur næmni mælibúnaðar til þess að finna geislalindir. Verkefnið er styrkt af Norrænum kjarnöryggisrannsóknum (NKS).

2016-11-04T07:23:51+00:00 25.05.2016|Slökkt á athugasemdum við Norrænt verkefni um leit að geislalindum (MOMORC)

Sólin hækkar á lofti

Nú er kominn sá árstími þegar Íslendingar þurfa að gæta þess að brenna ekki á sólríkum dögum. Mestan hluta ársins er sól of lágt á lofti til að hætta sé á að fólk sólbrenni. Í lok apríl má búast við að styrkur útfjólublárrar geislunar (UV-index) fari í 3 og hækki síðan í 4–5 yfir sumarmánuðina.

2016-09-08T14:29:25+00:00 26.04.2016|Slökkt á athugasemdum við Sólin hækkar á lofti

Ný reglugerð um leysa

Þann 1. febrúar sl. gaf Velferðarráðuneytið út nýja reglugerð um innflutning og notkun leysa, leysibenda og svokallaðra IPL-tækja (e. intense pulsed light). Helstu breytingar í þessari nýju reglugerð eru að nú nær hún einnig til svokallaðra IPL-tækja sem gefa frá sér sýnilegt ljós yfir MPE-öryggismörkum sem tiltekin eru í staðlinum ÍST EN 60825-1. Þá er ný grein (5. gr.) um læknisfræðilega notkun leysa og IPL tækja, sem nær einnig til notkunar þeirra í fegrunarskyni.

2017-03-08T11:47:28+00:00 21.03.2016|Efnistök: , , , , |Slökkt á athugasemdum við Ný reglugerð um leysa

Fimm ár frá hamförunum í Japan

Um þessar mundir er þess víða minnst að liðin eru fimm ár frá náttúruhamförunum þegar gríðarstór jarðskjálfti skók Japan og há flóðbylgja skall á landinu í kjölfarið. Af þessu hlutust sem kunnugt er skemmdir á kjarnorkuverinu í Fukushima Daiichi með alvarlegum afleiðingum fyrir samfélagið á staðnum, sem enn sér ekki fyrir endann á.

2016-09-01T06:11:50+00:00 16.03.2016|Efnistök: , , , , |Slökkt á athugasemdum við Fimm ár frá hamförunum í Japan

Nýtt fræðsluefni fyrir almenning á vef Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar

Nýlega hóf Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) að birta vef-fræðsluefni (e-Learning Modules on Radiation) sem ætlað er öllum sem vilja fræðast um geislun og notkun hennar. Tvær einingar hafa verið birtar og fjallar sú fyrsta um hvað geislun er en önnur um geislavá.

2016-09-08T14:43:00+00:00 18.02.2016|Efnistök: , , , , |Slökkt á athugasemdum við Nýtt fræðsluefni fyrir almenning á vef Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar
Sækja fleiri fréttir