About kjartan

This author has not yet filled in any details.
So far kjartan has created 96 blog entries.

Norrænar geislamælingar í Hvíta-Rússlandi

Birt hefur verið lokaskýrsla verkefnis sem Geislavarnir voru aðili að, en það fól m.a. í sér mælingar á geislavirku úrfelli í sunnanverðu Hvíta-Rússlandi í september sl. Verkefnið var fjármagnað af Norrænum kjarnöryggisrannsóknum (NKS).

2016-11-04T07:23:53+00:00 11.12.2015|Efnistök: , , , , |Slökkt á athugasemdum við Norrænar geislamælingar í Hvíta-Rússlandi

Nýjar mælingar á aukinni náttúrulegri geislavirkni í útfellingum frá Reykjanesvirkjun

Niðurstöður mælinga á sýnum sem tekin voru við Reykjanesvirkjun í lok ágúst og byrjun september sl. bárust nú í vikunni. Aukin náttúruleg geislavirkni mældist hærri en í sýnum sem mæld voru fyrr á árinu, mest um tvöfalt hærri.

2016-11-04T07:23:54+00:00 13.11.2015|Efnistök: , |Slökkt á athugasemdum við Nýjar mælingar á aukinni náttúrulegri geislavirkni í útfellingum frá Reykjanesvirkjun

Athugun á náttúrulegri geislavirkni við jarðvarmavirkjanir heldur áfram

Í kjölfar þess að aukin náttúruleg geislavirkni mældist í útfellingum við Reykjanesvirkjun hafa Geislavarnir ríkisins unnið að mati á styrk náttúrlegra geislavirkra efna í útfellingum í jarðvarmavirkjunum á Íslandi og heldur vinna við það áfram.

2016-11-04T07:23:54+00:00 30.10.2015|Efnistök: , |Slökkt á athugasemdum við Athugun á náttúrulegri geislavirkni við jarðvarmavirkjanir heldur áfram

HERCA yfirlýsing um stjórnun geislaálags við TS-rannsóknir

Nýlega var birt yfirlýsing á vefsetri HERCA (Samtök evrópskra geislavarnastofnana) um stjórnun geislaálags við tölvusneiðmyndarannsóknir (TS), þar á meðal hvernig stuðla megi að umbótum með menntun og þjálfun starfsmanna og um hlutverk framleiðenda. Yfirlýsingin var samþykkt til birtingar á 14. fundi HERCA 2014.

2016-11-04T07:23:54+00:00 21.10.2015|Efnistök: , , , , |Slökkt á athugasemdum við HERCA yfirlýsing um stjórnun geislaálags við TS-rannsóknir

Uppsöfnun náttúrulegra geislavirkra efna

Vart hefur orðið uppsöfnunar náttúrulegra geislavirkra efna á Íslandi í fyrsta skipti. Um er að ræða staðbundna uppsöfnun í útfellingum í borholutoppum við Reykjanesvirkjun. Uppsöfnunin verður vegna þess að fjölmörg efni, þar á meðal ákveðin geislavirk efni úr náttúrunni, falla út við borholutoppana. Umrædd geislavirk efni eru bundin í útfellingum á föstu formi sem verða á takmörkuðu svæði í lokuðu kerfi og er ekki um að ræða að þau losni til umhverfisins með affallsvatni frá virkjuninni, gufu eða á annan hátt. Það er mat Geislavarna ríkisins að geislun frá þessum útfellingum sé svo lítil að fólki stafi ekki hætta af.

2016-11-04T07:23:59+00:00 16.09.2015|Efnistök: , |Slökkt á athugasemdum við Uppsöfnun náttúrulegra geislavirkra efna

Sigurður hlaut Bo Lindell verðlaunin

Sigurði M. Magnússyni, forstjóra Geislavarna, voru veitt Bo Lindell verðlaunin á ráðstefnu Norræna geislavarnafélagsins (NSFS) í síðustu viku.Í umsögn segir að Bo Lindell verðlaunin séu veitt í viðurkenningarskyni fyrir mikið framlag til geislavarna á Norðurlöndum og á alþjóðlegum vettvangi um langan tíma samhliða mikilvægum störfum í þágu Norræna geislavarnafélagsins.

2016-11-04T07:24:00+00:00 02.09.2015|Efnistök: , , |Slökkt á athugasemdum við Sigurður hlaut Bo Lindell verðlaunin

Útfjólublá geislun sólar á árinu 2015 hefur ekki verið mikil hingað til

Á vef Geislavarna er fylgst með reiknuðum styrk útfjólublárrar geislunar yfir Reykjavík og Egilsstöðum (sjá uv.gr.is). Nú, þegar sól er tekin að lækka á lofti hefur UV-stuðullinn aðeins einu sinni farið í 6. Það gerðist 19. júní á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Sá dagur var ekki mjög sólríkur og líklega hafa fáir á íslandi orðið varir við að geislunin væri sterkari en vanalega (UV-stuðull 5 er venjulegur).

2016-11-04T07:24:01+00:00 24.06.2015|Efnistök: , , , |Slökkt á athugasemdum við Útfjólublá geislun sólar á árinu 2015 hefur ekki verið mikil hingað til

Endurskoðunarfundur alþjóðasamnings um geislavirkan úrgang

Dagana 11. – 22. maí sl. var haldinn 5. endurskoðunarfundur alþjóðasamnings um öryggi við meðhöndlun notaðs eldsneytis kjarnaofna og geislavirks úrgangs. Yfir 700 fulltrúar 69 ríkja sem eru aðilar að samningnum funduðu í höfuðstöðvum IAEA í Vínarborg og fóru yfir skýrslur aðildarríkjanna um hvernig þau uppfylla kröfur samningsins.

2016-11-04T07:24:01+00:00 26.05.2015|Efnistök: , , , , , |Slökkt á athugasemdum við Endurskoðunarfundur alþjóðasamnings um geislavirkan úrgang

Með ójónandi geislun má lesa kvæði frá 10. öld

Arinbjarnarkviða eftir Egil Skallagrímsson er aðeins varðveitt á einni síðu í Möðruvallabók sem nú er ólæsileg. Útgáfur kvæðisins byggja á uppskrift þessarar síðu frá 17. öld. Nýlega hefur starfsmaður Geislavarna ríkisins sýnt að með nýrri ljóstækni er enn hægt að lesa síðuna að miklu leyti og betur en áður hefur verið gert.

2016-11-04T07:24:02+00:00 21.05.2015|Efnistök: , , |Slökkt á athugasemdum við Með ójónandi geislun má lesa kvæði frá 10. öld
Sækja fleiri fréttir