Nýlega gáfu Geislavarna ríkisins út nýtt leiðbeiningarit í framhaldi af nýrri reglugerð nr. 1299/2015 um geislavarnir vegna notkunar geislatækja sem gefa frá sér jónandi geislun (sjá frétt dags. 14. janúar og  9. febrúar 2016).

Ritið ber heitið:  GR16:02 Leiðbeiningar um skermun geislunaraðstöðu

Við notkun geislatækja sem gefa frá sér jónandi geislun þarf að tryggja að geislun á starfsmenn og almenning sé innan þeirra marka sem sett hafa verið í lögum og reglugerðum.   Leiðbeiningar sem fram koma í þessu riti eru gerðar með tilvísun í ofangreinda reglugerð, lög nr. 44/2002 um geislavarnir og reglugerð nr. 1290/2015 um hámörk geislunar starfsmanna og almennings vegna starfsemi þar sem notuð er geislun.

Þessar leiðbeiningar ná til skermunar aðstöðu vegna notkunar geislatækja við læknisfræði­lega myndgreiningu og geislameðferð, svo og myndgreiningu við tannlækningar og dýralækningar. Þá eru einnig gefnar almennar leiðbeiningar um geislatæki sem notuð eru í iðnaði og við öryggisgæslu. Leiðbeiningarnar ná ekki til skermunar vegna notkunar einstakra geislavirkra efna.