Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur birt á vef sínum spurningar og svör um 5G fjarskiptanet og heilsu.

Þar segir m.a. að fram til þessa, eftir miklar rannsóknir, hefur rafsegulsvið þráðlausrar tækni ekki verið sett í orsakasamhengi við nein skaðvænleg heilbrigðisáhrif þegar styrkur þess er undir viðmiðunarmörkum. Sú ályktun er dregin af niðurstöðum fjölda rannsókna sem hafa verið gerðar á tíðnibili útvarpsbylgja (e. radiofrequencies, 30 kHz – 300 GHz) en hingað til hafi þó fáar rannsóknir verið gerðar á þeim háu tíðnum sem áætlað er að 5G notist við.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetur til frekari rannsókna á mögulegum langtímaáhrifum allra tegunda farsímafjarskipta en stofnunin gegnir lykilhlutverki í að tengja saman vísindamenn, stjórnvöld og almenning til að miðla upplýsingum og auka skilning á tengslum heilsu  og þráðlausra fjarskipta.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin stendur fyrir umfangsmiklu rannsóknarverkefni um mat á heilsufarsáhættu vegna rafsegulgeislunar, þar með talið 5G, sem verður birt fyrir árið 2022.

Á vef Geislavarna má finna fræðsluefni um 5G.

Uppfært 31. ágúst 2020