Á vefsíðum Geislavarna ríkisins má finna nokkuð ítarlegan texta um áhrif ljósgeislunar á húð sem m.a. var útbúinn í samvinnu við húðlækna, Landlækni og Krabbameinsfélag. Hinsvegar hefur vantað upplýsingar um áhrif ljósgeislunar á augu en úr þessu hefur nú verið bætt.

Mannsaugað er viðkvæmt fyrir margs konar ljósi og getur skaðast ef það verður of sterkt. Eftirfarandi má nefna: Ljós frá sólunni getur verið skaðlegt ef horft er beint á hana, t.d. við sólmyrkva. Ljós frá leysi (e. laser) getur verið skaðlegt vegna þess hversu sterkt það getur verið og vegna þess að augnlokin ná ekki að blikka (loka auganu) nógu tímanlega. Útfjólublá geislun er meiri hátt til fjalla en niður við sjó og þegar hún endurkastast af snjó getur hún auðveldlega skaðað augu ef ekki eru notuð sólgleraugu. Hitageislun (geislun frá mjög heitum hlutum) og innrauðir leysar eru varasamir vegna þess að augað skynjar ekki neina geislun til að varast

Nánari fróðleikur um þetta var tekinn saman í yfirlitsgrein sem var sett á vefsíðu Geislavarna ríksins. Þessi grein er byggð á grein eftir Anders Glanssholm, eðlisfræðing hjá Sænsku geislavörnunum sem birtist í ritinu Strålskyddsnytt, nr. 2, 2005 bls. 7.