Á ráðherrafundi Norðurskautsráðsins sem nú stendur yfir í Reykjavík er m.a. starf sérfræðingahóps AMAP kynnt fundargestum. AMAP stendur fyrir Arctic Monitoring and Assessment Programme, en Geislavarnir hafa um árabil átt fulltrúa í þeim hópi og m.a. lagt fram vöktunargögn sem stofnunin aflar. Meðal afurða hópsins eru matsskýrslur um ástand náttúru á Norðurslóðum. Sú síðasta sem fjallar sérstaklega um geislavirkni á Norðurslóðum var gefin út árið 2015 og nú er í fullum gangi vinna við öflun og greiningu gagna fyrir nýja matsskýrslu sem gefin verður út árið 2023.

Almenna og aðgengilega kynningu á AMAP má t.d. hjá hér:

https://www.amap.no/storymap/arctic-stakes

https://vimeo.com/552453853/80a33a6faf