Í skýrslunni er gerð grein fyrir meðalgeislaálagi og hópgeislaálagi einstakra starfsstétta sem verða fyrir jónandi geislun við störf sín og starfsmanna innan tiltekinna starfssviða. Einnig er sýnd þróun í meðalgeislaálagi og hópgeislaálagi undanfarin ár.

Í þessari skýrslu eru einnig í fyrsta skipti sýndar niðurstöður um geislaálag flugáhafna, en birtar eru niðurstöður fyrir árin 2008 og 2009. Í ljós kemur að flugáhafnir eru fjölmennasta starfsstéttin sem verður fyrir geislun við störf sín á Íslandi, með hærra meðalgeislaálag en aðrar starfstéttir. Flugáhafnir vega því þungt í hópgeislaálagi starfsmanna á Íslandi.

Minnt er á leiðbeiningarrit Geislavarna GR04:09 um flokkun starfsmanna og vinnusvæða, þar sem fjallað er um flokkun starfsmanna og vinnusvæða miðað við reglugerð nr. 627/2003 um hámörk geislunar starfsmanna og almennings vegna starfssemi þar sem notuð er jónandi geislun. Þar er m.a. listi um þær vinnuaðstæður og starfsemi þar sem yfirleitt er nauðsynlegt að starfsmenn beri einstaklingsgeislamæla við vinnu sína.

4. ágúst 2010

GE