Öryggiskröfur um geislavarnir eru samræmdar innan Evrópusambands-ins. Ísland, Noregur og Sviss hafa einnig samræmt sína löggjöf í geislavörnum löggjöf Evrópusambandsins.

Geislavarnastofnanir í Evrópu eiga því með sér margþætt samstarf, bæði formlegt og óformlegt, enda eru verkefni þeirra. Til að styrkja samstarf stofnananna var ákveðið fyrir nokkrum árum að stofna Samtök evrópskra geislavarnastofnana – HERCA.

Auk Evrópusambandsins og aðildarríkja þess taka Ísland, Noregur og Sviss virkan þátt í starfi samtakanna. Markmið þeirra er að stuðla að sem bestum geislavörnum í öllum löndum Evrópu.

Í samstarfinu er lögð áhersla á sameiginleg viðfangsefni stofnananna og hagnýtar lausnir á þeim. Sérstök áhersla er lögð á samræmda framkvæmd löggjafar um geislavarnir. Á vegum samtakanna starfa margir vinnuhópar og er sérstök áhersla lögð á geislavarnir við læknisfræðilega notkun geislunar og samræmd viðbrögð við geisla- og kjarnorkuslysum.

Að sögn Sigurðar verður aukin samræming á viðbúnaðar- og viðbragðsáætlunum í Evrópu á grundvelli reynslunnar eftir kjarnorkuslysið í Fukushima eitt helsta verkefni samtakanna á næstu árum. Einnig verður lögð áhersla á að meta geislun sem sjúklingar verða fyrir einkum vegna notkunar tölvusneiðmyndatækja til sjúkdómsgreininga en notkun þeirra hefur aukist mjög undanfarin ár.

Nánari upplýsingar um Samtök evrópskra geislavarnastofnana og starfsemi þeirra má finna á www.herca.org.

13.12.2011 (GE)