Háskólinn í Reykjavík gengst fyirr opnum fræðslufundi um kjarnorkuver föstudaginn 18. mars frá kl. 12.10 – 13.10.

Á fundinum verður fjallað um grunnatriði kjarnorkuvera, hættu sem stafar af ofhitnun ofnkjarna og um áhrif og útbreiðslu geislunar. Efnistök verða almenns eðlis og miðuð að því að fólk geti betur áttað sig á þeim fréttum sem berast frá Japan. Flutt verða þrjú stutt erindi og spurningum úr sal svarað. Flutt verða erindin:

  1. Kjarnorka til raforkuframleiðslu – eðli og útbreiðsla
    Ágúst Ágústsson Valfells, kjarnorkuverkfræðingur og dósent við tækni- og verkfræðideild HR.
  2. Bráðnun ofnkjarna – mögulegar atburðarásir
    Haraldur Óskar Haraldsson, orkuverkfræðingur og lektor við tækni- og verkfræðideild HR.
  3. Tölulegt mat áhættu vegna kjarnorkuslysa
    Sigurður Emil Pálsson, eðlisfræðingur og viðbúnaðarstjóri hjá Geislavörnum Ríkisins.

Fundurinn verður haldinn í fyrirlestrarsalnum Bellatrix í aðalbyggingu HR. Auk fyrirlesaranna munu Ágúst Sveinsson Valfells, kjarnorkuverkfræðingur og fyrrum forstöðumaður Almannavarna, og Sigurður Björnsson, læknir, sitja fyrir svörum. Fundarstjóri verður Gunnar Guðni Tómasson, forseti tækni- og verkfræðideildar HR.