Breska útvarpsstöðin BBC World Service er um þessar mundir að flytja röð þátta um notkun kjarnorku og jónandi geislunar í nútíma þjóðfélagi, kosti þessarar notkunar og galla. Syrpan nefnist Nuclear know-how og skiptist í fjóra þætti:
- Nuclear healthcare
- Nuclear farming
- Nuclear food
- Nuclear energy
Þættirnir hafa verið fluttir á fimmtudögum kl. 9:05; 14:05 og 19:05. Síðasti þátturinn verður fluttur næsta fimmtudag, 7. apríl og fjallar um nýtingu kjarnorku sem orkugjafa. BBC World Service er útvarpað á ýmsum stuttbylgjum um alla jörð og dagskránni er einnig endurvarpað á höfuðborgarsvæðinu á FM tíðninni 94,3 MHz.
Það má einnig hlusta á þættina af vefsíðu Nuclear know-how á vefsetri BBC World Service. Síðast liðinn fimmtudag (31. mars) var meðal annarra rætt við Dr. Brendu Howard sem leiðandi sérfræðing í geislavistfræði (sérfræðings í hegðun geislavirkra efna í umhverfinu). Geislavarnir ríkisins eiga náið samstarf við Brendu um rannsóknir á hegðun geislavirkra efna í íslenskri náttúru, hún hefur verið meðhöfundur að vísindagreinum starfsmanna stofnunarinnar og auk þess hefur hún haldið erindi um geislavistfræði á vegum Geislavarna ríkisins.
Sjá einnig fyrri fréttir á vef Geislavarna ríkisins:
23.02.2005 Dr Brenda Howard heimsækir Geislavarnir ríkisins.
20.12.2004 Virt vísindarit, Journal of Environmental Radioactivity, birtir grein starfsmanna Geislavarna um geislavirkt sesín (Cs-137) í íslenskum eldfjallajarðvegi
12.11.2003 Kynning fimmtud. 20. nóv. á rannsóknum í geislavistfræði í tilefni af komu Dr. Brendu Howard, MBE