HERCA (Heads of the European Radiological Protection Competent Authorities), sem eru samtök evrópskra geislavarnastofnana og COCIR (European Coordination Committee of the Radiological, Electromedical and Healthcare IT Industry), sem eru samtök iðnfyrirtækja á sviði heilbrigðistækni sem starfa við framleiðslu og þróun tölvusneiðmyndatækninnar, hafa ákveðið að auka samstarf sitt.

Talið er að framkvæmdar séu um 60 milljón tölvusneiðmyndarannsóknir árlega í Evrópu og hefur tíðnið þeirra vaxið mjög hratt. Þessar rannsóknir hafa yfirleitt í för með sér hærra geislaálag sjúklinga en flestar aðrar röntgenrannsóknir og þrátt fyrir að fjöldi þeirra sé yfirleitt undir 20% af heildarfjölda röntgenrannsókna í einstökum löndum er hlutdeild þeirra í hópgeislaálagi þjóða á bilinu 50-80% í dag og hefur tvöfaldast á 5-10 árum.

Á undanförnum árum hafa framleiðendur lagt mikið upp úr þróun tækni og aðferða sem geta dregið verulega úr geislaálagi við tölvusneiðmyndarannsóknir og hefur það vafalaust stuðlað að minni aukningu geislaálags en ella hefði orðið.

Geislavarnir ríkisins birtu á síðasta ári skýrslu um geislaálag sjúkling vegna röntgenrannsókna á Íslandi (miðaðist við 2008), þar sem fram kemur að hluti tölvusneiðmyndarannsókna er 74% af hópgeislaálagi þjóðarinnar (sjá GR 11:02).

Á næstunni munu geislavarnastofnanir á Norðurlöndunum gefa út yfirlýsingu um mikilvægi þess að allar röntgenrannsóknir séu réttlætanlegar og að framkvæmd þeirra sé þannig að geislaálag sjúklinga verði sem lægst.

Féttayfirlýsing HERCA

Fréttayfirlýsing COCIR

Eldri fréttir um geislaálag sjúklinga á vef GR

23.06.2011 : Geislaálag sjúklinga vegna röntgenrannsókna

13.08.2010 : Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008

GE