About jonina

This author has not yet filled in any details.
So far jonina has created 36 blog entries.

Röntgendagurinn

Röntgendagurinn, International Day of Radiology, er í dag, 8. nóvember. Markmiðið með Alþjóðlega röntgendeginum er að vekja athygli á mikilvægi sjúkdómsgreiningar og meðferðar með röntgengeislum.  Í ár er dagurinn helgaður inngrips rannsóknum (interventional radiology) sem eru bráðnauðsynlegar í nútíma læknisfræði. Það var 8. nóvember 1895 sem Wilhelm Conrad Röntgen áttaði sig á tilvist röntgengeisla.

2021-11-08T09:33:35+00:0008.11.2021|0 Comments

Námsefni fyrir námskeið um skermuð geislatæki

Fyrirkomulag námskeiðs I. hluti, fjarnám. Hver og einn fer yfir efnið á sínum hraða og tekur próf á vef í lokin.  Ná þarf 90% árangri á prófi og það má taka oftar en einu sinni. Námsefnið samanstendur af veffyrirlestrum á íslensku, myndböndum frá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni og völdum vefsíðum. Áætlaður tími fyrir þennan hluta er 2-3

2021-11-01T14:01:21+00:0026.10.2021|0 Comments

Evrópskur vinnuhópur um geislahlífar á sjúklinga

Fyrir einu og hálfu ári var birt hér frétt um stefnubreytingu í notkun geislahlífa á sjúklinga í Bretlandi.  Síðan hefur notkun geislahlífa á sjúklinga verið þó nokkuð til umræðu, bæði í Evrópu og annars staðar. Í janúar síðastliðnum sendi Geislavarnaráð Bandaríkjanna (NCRP) frá sér yfirlýsingu þar sem mælt er með því að notkun geislahlífa

2021-10-05T14:35:06+00:0005.10.2021|Tags: , , , |0 Comments

65. ársfundur IAEA

Alþjóðakjarnorkumálastofnunin, IAEA, hélt 65. ársfund sinn í Vín daganna 20. - 24. september síðastliðinn. Aðildarríki IAEA eru 173 og sóttu fulltrúar þeirra fundinn, auk fulltrúa ýmissa félagasamtaka og fjölmiðla. Á ársfundinum voru samþykktar margar ályktanir um hin ýmsu viðfangsefni stofnunarinnar og áherslur næstu ára. Ísland tók virkan þátt í gerð ályktunar um geislavarnir, flutning geislavirkra

2021-09-27T08:52:08+00:0027.09.2021|Tags: |0 Comments

Upplýsingaveita fyrir geislavarnir í læknisfræði

Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) hefur birt á vef sínum nokkurs konar verkfærakistu fyrir geislavarnir í læknisfræði: Bonn Call for Action Implementation Toolkit Í verkfærakistunni má finna hlekki á yfir eitt þúsund verkfæri til umbóta á sviði geislavarna, meðal annars vefnámskeið, leiðbeiningar og ýmsa gagnagrunna sem stofnanir hafa búið til með það að markmiði að bæta geislavarnir

2021-09-27T08:37:19+00:0020.09.2021|Tags: , , |0 Comments

Alþjóðadagur öryggis sjúklinga

Alþjóðadagur öryggis sjúklinga er 17. september ár hvert. Í ár er dagurinn helgaður öryggi þungaðra kvenna og nýbura en öryggi við notkun geislunar er eitt af mörgu sem þarf að huga vel að. Þegar þungaðar konur og nýburar þurfa á rannsóknum að halda þar sem notuð er jónandi geislun er mikilvægt að heilbrigðisstarfsmenn þekki

2021-09-13T11:19:09+00:0013.09.2021|0 Comments

Geislavarnir við dýralækningar

Notkun jónandi geislunar við dýralækningar, bæði við greiningu og meðferð sjúkdóma, hefur aukist mjög undanfarin ár.  Í ljós hefur komið að oft er geislavörnum ábótavant.  Þess vegna hefur Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) nýlega gefið út rit um geislavarnir og öryggi við dýralækningar: Radiation Protection and Safety in Veterinary Medicine. Í ritinu er að finna leiðbeiningar um

2021-09-06T11:49:18+00:0006.09.2021|Tags: , , |0 Comments

Mælingar á rafsegulgeislun frá fjarskiptasendum á Úlfarsfelli

Í lok júlí gerðu Geislavarnir ríkisins mælingar á rafsegulgeislun frá fjarskiptasendum á Úlfarsfelli. Mælingar voru gerðir á styrk rafsviðs á mismunandi stöðum umhverfis mastrið sem sendarnir eru festir á. Áður en mælingarnar voru gerðar var svæðið skannað til að meta breytileika og að finna þá staði sem voru með hæst gildi.  Alþjóðageislavarnaráðið fyrir ójónandi

2021-08-30T13:07:42+00:0030.08.2021|Tags: , |0 Comments

Nýtt rit: Öryggi og geislavarnir við meðhöndlun lokaðra geislalinda

Geislavarnir ríkisins hafa gefið út nýtt rit: Öryggi og geislavarnir við meðhöndlun lokaðra geislalinda Ritið inniheldur leiðbeiningar sem allir sem meðhöndla lokaðar geislalindir þurfa að kynna sér.  Í því er fjallað almennt um lagaumhverfi og geislavarnir við notkun lokaðra geislalinda, nauðsynlegar merkingar, geymslu, flutning og förgun, en einnig sérstaklega um notkun á algengum búnaði

2020-12-30T08:56:55+00:0030.12.2020|Tags: , , |0 Comments

Atvik í kjarnorkuveri í Finnlandi

Um hádegisbil fimmtudaginn 10. desember kom upp atvik í ofni 2 í Olkiluoto kjarnorkuverinu á vesturströnd Finnlands. Hátt geislasvið mældist í gufuleiðslu og slökkt var á ofninum vegna þessa. Við skoðun kom í ljós að plastefni brotnaði úr síum í vatnleiðslum sem liggja að eldsneyti kjarnaofnsins. Þegar plastefnið ferðaðist í gegnum gufulagnirnar mældist hækkað

2020-12-15T14:35:33+00:0010.12.2020|Tags: , |0 Comments
Go to Top