About kjartan

This author has not yet filled in any details.
So far kjartan has created 141 blog entries.

Gætið varúðar í sólinni

Um þessar mundir er styrkur útfjólublárrar geislunar frá sólu í hámarki á Íslandi. Við minnum fólk á að verja sig gegn geislun sólar, t.d. með flíkum, sitja í skugga, nota sólarvörn og takmarka þann tíma sem fólk er óvarið í sól. Minna má sérstaklega á börnin í þessu sambandi.

2020-07-13T15:29:25+00:0013.07.2020|Tags: , , , |0 Comments

Laus störf

Tvö sumarstörf fyrir námsmenn eru í boði hjá Geislavörnum ríkinsins sumarið 2020. Ef þú hefur menntun í geislafræði eða eðlisfræði og hefur áhuga á að starfa hjá Geislavörnum ríkisins þá hvetjum við þig til að hafa samband.

2020-05-27T17:00:49+00:0027.05.2020|Tags: |0 Comments

Útfjólublá geislun, kórónaveiran og COVID–19 sjúkdómurinn

Vegna nýlegrar umræðu um skynsamlegar varnir og viðbrögð gegn kórónaveirunni telja Geislavarnir ríkisins rétt að hnykkja á nokkrum staðreyndum um útfjólubláa (UV) geislun og áhrif hennar á veirur. UV geislun gagnast ekki sem meðferð gegn kórónaveirunni eða COVID-19 sjúkdóminum og ber að vara eindregið við því að reyna slíkt.

2020-04-28T15:39:48+00:0024.04.2020|Tags: , , , |0 Comments

Nýjar viðmiðunarreglur fyrir 5G

Alþjóða geislavarnaráðið fyrir ójónandi geislun (The International Commission on Non‐Ionizing Radiation Protection (ICNIRP)) hefur gefið út nýjar viðmiðunarreglur og viðmiðunarmörk til verndar fólki vegna rafsegulsviða af útvarpstíðni (100 kHz – 300 GHz). Þær leysa af hólmi viðmiðunarreglur frá árinu 1998. Þeim er m.a. ætlað að tryggja nauðsynlegt öryggi við innleiðingu 5G fjarskiptatækninnar.

2020-04-20T12:26:13+00:0006.04.2020|Tags: , , , , |0 Comments

COVID-19

Vegna COVID-19 faraldursins munu Geislavarnir ríkisins hlíta tilmælum Sóttvarnalæknis og takmarka samgang starfsfólks og viðskiptavina eins og kostur er. Ekki verður lögð áhersla á að manna afgreiðslu stofnunarinnar, heldur mun starfsfólk sinna verkefnum sínum að heiman eins og hægt er. Þeir sem eiga erindi við stofnunina meðan neyðarstig Almannavarna stendur yfir eru hvattir til að nota tölvupóst (gr@gr.is). Einnig verður svarað í síma stofnunarinnar, 440 8200. Ef um neyðartilvik er að ræða fæst samband við stofnunina í gegnum Neyðarlínuna, 112.

2020-03-18T15:50:46+00:0018.03.2020|0 Comments
Load More Posts