About kjartan

This author has not yet filled in any details.
So far kjartan has created 104 blog entries.

Skýrsla Íslands til 6. rýnifundar alþjóðasamnings um geislavirkan úrgang

Á næsta ári verður haldinn 6. rýnifundur alþjóðasamnings um öryggi við meðhöndlun notaðs eldsneytis kjarnaofna og geislavirks úrgangs. Geislavarnir ríkisins skiluðu skýrslu Íslands til 6. fundarins 23. október sl. Hún var þá jafnframt birt á vef stofnunarinnar og má sjá skýrsluna hér (á ensku).

2017-11-01T12:08:56+00:00 01.11.2017|Efnistök: , , |0 Comments

Uppruni Ru-106 í andrúmslofti enn óþekktur

Eins og greint hefur verið frá hefur snefill af geislavirka efninu rúþen-106 (Ru-106) mælst í andrúmslofti víðsvegar um Evrópu á síðustu vikum, og raunar víðar. Ekki hefur reynst unnt að rekja efnið til ákveðinnar uppsprettu, þrátt fyrir viðleitni Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) og einstakra aðildarríkja hennar. Hvergi hefur þótt ástæða til að grípa til varúðarráðstafana vegna þessa, enda áætlað geislaálag á almenning mjög langt undir þeim mörkum sem miðað er við. Efnið hefur ekki mælst á Íslandi.

2017-10-30T12:00:06+00:00 26.10.2017|0 Comments

Snefill af Ru-106 finnst í andrúmslofti í Evrópu

Undanfarna daga hefur orðið vart við geislavirka efnið Ru-106 í andrúmslofti á nokkrum stöðum í Evrópu. Það hefur mælst á meginlandinu, en einnig hefur mælst vottur af því í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi og er um að ræða lítið magn sem hvorki hefur áhrif á heilsu fólks né umhverfi. Sem stendur er ekkert vitað um uppsprettu efnisins en sérfræðingar vinna að því að komast að því hver hún er. Hægt er að útiloka atvik á borð við kjarnorkuslys eða kjarnorkutilraun, en slíkir atburðir leiða jafnan til losunar á fleiri geislavirkum efnum samtímis. Rúþen-106 er m.a. notað við meðferð krabbameina. Geislavarnir ríkisins starfrækja mælistöð sem myndi auðveldlega greina þetta efni ef það bærist til Íslands, jafnvel þótt í hverfandi magni væri. Ekkert hefur komið fram sem bendir til að óvenjulegar kjarntegundir hafi borist til landsins undanfarið. Sérfræðingar Geislavarna munu halda áfram að fylgjast með fregnum af mælingum í Evrópu og birta frekari upplýsingar eftir því sem þær berast.

2017-10-04T14:44:30+00:00 04.10.2017|0 Comments

Geislavarnir ríkisins vilja ráða geislafræðing til starfa

Við leitum að einstaklingi sem fellur vel inn í samhentan hóp starfsmanna, sýnir frumkvæði og á gott með að vinna sjálfstætt. Stofnunin okkar er lítil og hjá okkur ríkir góður starfsandi. Við bjóðum upp á góða starfsaðstöðu og hvetjandi starfsumhverfi á fámennum vinnustað með flatt skipurit. Starfið býður upp á möguleika til starfsþróunar og þátttöku í norrænum og alþjóðlegum verkefnum.

2017-08-18T14:07:07+00:00 18.08.2017|Efnistök: , , |0 Comments

Ljósabekkir og lýðheilsa

Í nýrri skýrslu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) segir að notkun ljósabekkja til sólbaða í fegrunarskyni undanfarna áratugi hafi valdið aukinni tíðni húðkrabbameina. Einnig hefur aldur þeirra sem fá slík krabbamein í fyrsta sinn lækkað. Notkun ljósabekkja er talin valda meira en 10 þúsund tilfellum af sortuæxlum árlega og meira en 450 þúsund tilfellum af öðrum húðkrabbameinum í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu samanlagt. Skaðleg áhrif ljósabekkja eru þannig vel þekkt og því er nauðsynlegt að takmarka notkun þeirra sem mest.

2017-07-04T11:20:51+00:00 04.07.2017|Efnistök: , , , , , |0 Comments

Geislavarnir eru fyrirmyndarstofnun 2017

Niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2017 voru nýlega kynntar. Geislavarnir ríkisins eru þess heiðurs aðnjótandi að vera í hópi þeirra stofnana þar sem starfsánægja starfsmanna er hvað mest. Stofnunin var valin í hóp Fyrirmyndastofnana 2017 og lenti auk þess í þriðja sæti í flokki minni stofnana í könnuninni.

2017-05-18T12:12:47+00:00 18.05.2017|0 Comments
Sækja fleiri fréttir