Ljósabekkjum fjölgar lítillega
Geislavarnir ríkisins hafa nýlokið talningu á fjölda ljósabekkja sem almenningi er seldur aðgangur að. Lítilleg aukning hefur orðið á heildarfjölda ljósabekkja frá síðustu talningu sem fór fram árið 2017. Geislavarnir ráða fólki eindregið frá því að nota ljósabekki enda fylgir notkun þeirra aukin hætta á húðkrabbameini.