About kjartan

This author has not yet filled in any details.
So far kjartan has created 120 blog entries.

Vefnámskeið og fyrirlestrar á endurbættum vef RPOP

Alþjóðakjarnorkumálastofnunin vinnur að geislavörnum og meðal annars að bættum geislavörnum sjúklinga. Eitt af því sem stofnunin hefur gert í því skyni er að birta, á vefnum Radiation Protection of Patients (RPOP), fræðsluefni um flest það sem við kemur geislavörnum sjúklinga.  Vefsíðan, sem hefur verið til staðar í meira en áratug og fær um miljón gesti á ári, hefur nú verið endurbætt og fengið nýtt útlit. Þar er m.a. að finna vefnámskeið og upptökur af vef-fyrirlestrum um ýmis efni tengd geislavörnum sjúklinga og svör við algengum spurningum sem vakna bæði hjá almenningi og fagfólki sem vinnur með geislun.

2018-01-10T15:48:16+00:00 10.01.2018|Efnistök: , |0 Comments

Alþjóðleg ráðstefna um geislavarnir sjúklinga

Framkvæmd geislameðferðar, augngeislaskammtar og leiðbeiningar um val á rannsóknum voru efst á baugi á alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin var á vegum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) nú í desember um geislavarnir í læknisfræði. Tilgangur ráðstefnunnar var að meta árangur af sameiginlegu ákalli IAEA og WHO um aðgerðir í geislavörnum sem sett var fram árið 2012.

2017-12-21T10:18:33+00:00 21.12.2017|Efnistök: , , , , |0 Comments

Notkun ljósabekkja breytist lítið milli ára

Capacent-Gallup hefur fylgst með ljósabekkjanotkun á Íslandi með árlegum könnunum fyrir hönd samstarfshóps Geislavarna, Embættis Landlæknis, húðlækna og Krabbameinsfélagsins frá árinu 2004. Á þessu tímabili hefur dregið mjög verulega úr notkun ljósabekkja. Árið 2004 höfðu um 30%  fullorðinna notað ljósabekki í einhverjum mæli síðustu 12 mánuði en frá árinu 2013 hefur þessi tala verið um 11%. Kannanirnar sýna einnig að ljósabekkjanotkun ungmenna, 12–24 ára, hefur minnkað töluvert undanfarin ár. Árið 2004 höfðu um 38% aðspurðra notað ljósabekki í einhverjum mæli síðustu 12 mánuði en sá hópur var kominn niður í 21% árið 2016.

2017-12-05T13:58:45+00:00 05.12.2017|Efnistök: , , , , |0 Comments

Skýrsla Íslands til 6. rýnifundar alþjóðasamnings um geislavirkan úrgang

Á næsta ári verður haldinn 6. rýnifundur alþjóðasamnings um öryggi við meðhöndlun notaðs eldsneytis kjarnaofna og geislavirks úrgangs. Geislavarnir ríkisins skiluðu skýrslu Íslands til 6. fundarins 23. október sl. Hún var þá jafnframt birt á vef stofnunarinnar og má sjá skýrsluna hér (á ensku).

2017-11-01T12:08:56+00:00 01.11.2017|Efnistök: , , |0 Comments

Uppruni Ru-106 í andrúmslofti enn óþekktur

Eins og greint hefur verið frá hefur snefill af geislavirka efninu rúþen-106 (Ru-106) mælst í andrúmslofti víðsvegar um Evrópu á síðustu vikum, og raunar víðar. Ekki hefur reynst unnt að rekja efnið til ákveðinnar uppsprettu, þrátt fyrir viðleitni Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) og einstakra aðildarríkja hennar. Hvergi hefur þótt ástæða til að grípa til varúðarráðstafana vegna þessa, enda áætlað geislaálag á almenning mjög langt undir þeim mörkum sem miðað er við. Efnið hefur ekki mælst á Íslandi.

2017-10-30T12:00:06+00:00 26.10.2017|0 Comments

Snefill af Ru-106 finnst í andrúmslofti í Evrópu

Undanfarna daga hefur orðið vart við geislavirka efnið Ru-106 í andrúmslofti á nokkrum stöðum í Evrópu. Það hefur mælst á meginlandinu, en einnig hefur mælst vottur af því í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi og er um að ræða lítið magn sem hvorki hefur áhrif á heilsu fólks né umhverfi. Sem stendur er ekkert vitað um uppsprettu efnisins en sérfræðingar vinna að því að komast að því hver hún er. Hægt er að útiloka atvik á borð við kjarnorkuslys eða kjarnorkutilraun, en slíkir atburðir leiða jafnan til losunar á fleiri geislavirkum efnum samtímis. Rúþen-106 er m.a. notað við meðferð krabbameina. Geislavarnir ríkisins starfrækja mælistöð sem myndi auðveldlega greina þetta efni ef það bærist til Íslands, jafnvel þótt í hverfandi magni væri. Ekkert hefur komið fram sem bendir til að óvenjulegar kjarntegundir hafi borist til landsins undanfarið. Sérfræðingar Geislavarna munu halda áfram að fylgjast með fregnum af mælingum í Evrópu og birta frekari upplýsingar eftir því sem þær berast.

2017-10-04T14:44:30+00:00 04.10.2017|0 Comments
Sækja fleiri fréttir