About kjartan

This author has not yet filled in any details.
So far kjartan has created 104 blog entries.

Sólin hækkar á lofti

Nú er kominn sá árstími þegar Íslendingar þurfa að gæta þess að brenna ekki á sólríkum dögum. Mestan hluta ársins er sól of lágt á lofti til að hætta sé á að fólk sólbrenni. Í lok apríl má búast við að styrkur útfjólublárrar geislunar (UV-index) fari í 3 og hækki síðan í 4–5 yfir sumarmánuðina.

2016-09-08T14:29:25+00:00 26.04.2016|Slökkt á athugasemdum við Sólin hækkar á lofti

Ný reglugerð um leysa

Þann 1. febrúar sl. gaf Velferðarráðuneytið út nýja reglugerð um innflutning og notkun leysa, leysibenda og svokallaðra IPL-tækja (e. intense pulsed light). Helstu breytingar í þessari nýju reglugerð eru að nú nær hún einnig til svokallaðra IPL-tækja sem gefa frá sér sýnilegt ljós yfir MPE-öryggismörkum sem tiltekin eru í staðlinum ÍST EN 60825-1. Þá er ný grein (5. gr.) um læknisfræðilega notkun leysa og IPL tækja, sem nær einnig til notkunar þeirra í fegrunarskyni.

2017-03-08T11:47:28+00:00 21.03.2016|Efnistök: , , , , |Slökkt á athugasemdum við Ný reglugerð um leysa

Fimm ár frá hamförunum í Japan

Um þessar mundir er þess víða minnst að liðin eru fimm ár frá náttúruhamförunum þegar gríðarstór jarðskjálfti skók Japan og há flóðbylgja skall á landinu í kjölfarið. Af þessu hlutust sem kunnugt er skemmdir á kjarnorkuverinu í Fukushima Daiichi með alvarlegum afleiðingum fyrir samfélagið á staðnum, sem enn sér ekki fyrir endann á.

2016-09-01T06:11:50+00:00 16.03.2016|Efnistök: , , , , |Slökkt á athugasemdum við Fimm ár frá hamförunum í Japan

Nýtt fræðsluefni fyrir almenning á vef Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar

Nýlega hóf Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) að birta vef-fræðsluefni (e-Learning Modules on Radiation) sem ætlað er öllum sem vilja fræðast um geislun og notkun hennar. Tvær einingar hafa verið birtar og fjallar sú fyrsta um hvað geislun er en önnur um geislavá.

2016-09-08T14:43:00+00:00 18.02.2016|Efnistök: , , , , |Slökkt á athugasemdum við Nýtt fræðsluefni fyrir almenning á vef Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar

Nýjar reglugerðir um geislavarnir

Gefnar hafa verið út þrjár nýjar reglugerðir sem settar eru með stoð í lögum nr. 44/2002 um geislavarnir með síðari breytingum og fjalla þær m.a. um hámörk þeirrar geislunar sem starfsmenn og almenningur mega verða fyrir vegna vinnu við geislun (bæði jónandi og ójónandi), geislavarnir vegna lokaðra geislalinda og geislavarnir vegna geislatækja sem gefa frá sér jónandi geislun.

2016-09-08T15:11:10+00:00 14.01.2016|Efnistök: , , , , |Slökkt á athugasemdum við Nýjar reglugerðir um geislavarnir

Niðurstöður mælinga frá Hellisheiðarvirkjun

Geislavarnir ríkisins hófu mat á styrk náttúrlegra geislavirkra efna í útfellingum í jarðvarmavirkjunum á Íslandi í kjölfar þess að aukin náttúruleg geislavirkni mældist í útfellingum við Reykjanesvirkjun. Farið var í vettvangsferð að Hellisheiðarvirkjun þann 27. október 2015. Tvö sýni þaðan voru send í mælingu til geislavarnastofnunar Finnlands (STUK) og bárust niðurstöður í síðustu viku.

2016-11-04T07:23:52+00:00 16.12.2015|Efnistök: , |Slökkt á athugasemdum við Niðurstöður mælinga frá Hellisheiðarvirkjun

Norrænar geislamælingar í Hvíta-Rússlandi

Birt hefur verið lokaskýrsla verkefnis sem Geislavarnir voru aðili að, en það fól m.a. í sér mælingar á geislavirku úrfelli í sunnanverðu Hvíta-Rússlandi í september sl. Verkefnið var fjármagnað af Norrænum kjarnöryggisrannsóknum (NKS).

2016-11-04T07:23:53+00:00 11.12.2015|Efnistök: , , , , |Slökkt á athugasemdum við Norrænar geislamælingar í Hvíta-Rússlandi

Nýjar mælingar á aukinni náttúrulegri geislavirkni í útfellingum frá Reykjanesvirkjun

Niðurstöður mælinga á sýnum sem tekin voru við Reykjanesvirkjun í lok ágúst og byrjun september sl. bárust nú í vikunni. Aukin náttúruleg geislavirkni mældist hærri en í sýnum sem mæld voru fyrr á árinu, mest um tvöfalt hærri.

2016-11-04T07:23:54+00:00 13.11.2015|Efnistök: , |Slökkt á athugasemdum við Nýjar mælingar á aukinni náttúrulegri geislavirkni í útfellingum frá Reykjanesvirkjun
Sækja fleiri fréttir