About nelly

This author has not yet filled in any details.
So far nelly has created 398 blog entries.

Mælingar á ójónandi geislun

Geislavarnir ríkisins eiga eftirtalinn mælibúnað til að mæla ójónandi geislun:NARDA ELT 400 sem mælir segulsvið frá 1-400 kHz. Hann er meðal annars hentugur til að mæla segulsvið frá spennistöðvum og frá rafkerfi í heimahúsum.NARDA NBM 520  með EF nema sem mælir rafsvið frá 100 kHz til 6 GHz. Hann er meðal annars hentugur til mælinga

2019-02-07T16:37:45+00:0008.12.2016|0 Comments

Spurningar og svör um geislavarnir

Hjá Heilsueðlisfræði félaginu í Bandaríkjunum, Health Physics Society, er unnið merkilegt starf við að svara spurningum almennings um geislavarnir.  Á vefsíðu félagsins má finna lista yfir algengar spurningar og hægt er að skoða svör eftir efnisflokkum.   Svörin eru skrifuð af hópi sérfræðinga með það að markmiði að fræða almenning um geislun og skynsamlega notkun hennar. 

2016-11-04T07:23:39+00:0002.11.2016|Efnistök: |0 Comments

Notkun ljósabekkja óbreytt frá sama tíma í fyrra

Niðurstöður kannana sína að verulega hefur dregið úr notkun ljósabekkja undanfarin ár. Hún hefur þó haldist nær óbreytt undanfarin þrjú ár, en samkvæmt henni nota rúmlega 10% landsmanna ljósabekki í einhverjum mæli.

2016-11-04T07:23:52+00:0002.05.2016|Slökkt á athugasemdum við Notkun ljósabekkja óbreytt frá sama tíma í fyrra

Áhugaverð frétt á vef Krabbameinsfélagsins

Þann 11. maí síðastliðinn birtist frétt á vef Krabbameinsfélagins þar sem fram kemur meðal annars að maí er alþjóðlegur árveknimánuður gegn sortuæxlum. Fréttina er að finna hér. Geislavarnir hafa einnig birt fræðsluefni um hættuna sem fylgir sólargeislum. Það má finna hér.

2016-11-04T07:24:03+00:0013.05.2015|Efnistök: , , , , |Slökkt á athugasemdum við Áhugaverð frétt á vef Krabbameinsfélagsins

Ný skýrsla um radonmælingar – mjög lítið af radoni í húsum á Íslandi

Skýrsla um rannsókn Geislavarna ríkisins á styrk radons í húsum á Íslandi sem fram fór 2012 – 2013 hefur nú verið gefin út. Niðurstöður mælinganna sýna að styrkur radons í húsum hér á landi er mjög lítill, sér í lagi samanborið við nágrannalöndin og langt undir viðmiðunarmörkum Evrópusambandsins.

2016-11-04T07:24:25+00:0008.07.2014|Efnistök: , , |Slökkt á athugasemdum við Ný skýrsla um radonmælingar – mjög lítið af radoni í húsum á Íslandi

Aukið viðbúnaðarsamstarf við Bandaríkin og Norðurlönd

Dagana 28. apríl til 2. maí 2014 sóttu tveir starfsmenn Geislavarna ríkisins vinnustofu í skimun á geislavirkum efnum úr lofti í Nevada í Bandaríkjunum. Mælingarnar fóru fram við einstakar aðstæður, á landsvæði þar sem gerðar voru tilraunir með kjarnavopn fyrir meira en 50 árum. Fulltrúi frá Landhelgisgæslunni tók einnig þátt í vinnustofunni. Vinnustofan, sem nú var haldin í annað sinn, er vettvangur Bandaríkjanna og Norðurlandanna til aukins samstarfs um viðbúnað við kjarnorkuslysum.

2016-11-04T07:24:31+00:0028.05.2014|Slökkt á athugasemdum við Aukið viðbúnaðarsamstarf við Bandaríkin og Norðurlönd

Netsambandslaust frá 16:00 – 17:00 27. maí

Vegna breytinga á tölvukerfi verður netsambandslaust við Geislavarnir ríkisins frá klukkan 16:00 til 17:00 í dag, þriðjudag 27. maí 2014. Hægt verður að ná í okkur í síma 440 8200. 

2014-05-26T15:14:13+00:0026.05.2014|Slökkt á athugasemdum við Netsambandslaust frá 16:00 – 17:00 27. maí

Ljósabekkjum fækkar enn

Samkvæmt nýrri talningu Geislavarna ríkisins eru ljósabekkir sem almenningi er seldur aðgangur að á höfuðborgarsvæðinu núna 61 talsins en þeir voru 207 árið 1988.

2016-11-04T07:24:32+00:0008.05.2014|Slökkt á athugasemdum við Ljósabekkjum fækkar enn
Sækja fleiri fréttir