Dagana 6.-10. september 2004 var haldin ECORAD ráðstefna í borginni Aix-en-Provence í suður Frakklandi. Meginþema ráðstefunnar var gildi vísindarannsókna við verndun umhverfis gegn geislamengun. Tveir fulltrúar frá vöktunar- og viðbúnaðarsviði Geislavarna ríkisins mættu á ráðstefnuna, þ.e. Sigurður Emil Pálsson og Magnús Á. Sigurgeirsson, og kynntu verkefni sem unnið er að á stofnuninni. Þáttakendur voru ríflega 300 frá um þrjátíu þjóðlöndum. Þau verkefni sem íslensku fulltrúarnir kynntu voru, annars vegar, Improving weapons fallout time series on a global basis using precipitation data (erindi, SEP) og hins vegar, Radiocaesium fallout behaviour in volcanic soils in Iceland (veggspjald, MÁS).

Sjá nánar á vefsíðu ECORAD ráðstefnunnar:

http://www.risques-chroniques.com/ecorad/default.htm