Heilbrigðiskerfi margra landa standa frammi fyrir auknum vandræðum við að afla lífsnauðsynlegra geislavirkra efna sem notuð eru við greiningu og meðferð vegna margra sjúkdóma. Þessi geislavirku efni er mest notuð við ísótóparannsóknir og í krabbameinslækningum.

Helsta ástæðan fyrir höfnun á flutningi virðist liggja í hertum öryggisreglum flutningafyrirtækja og ótta við að hryðjuverkamenn muni beina athygli sinni að þessum sendingum sem hugsanlegu efni í „óhreinar“ sprengjur.

Flest lönd í heiminum treysta á örugga og hraða flutninga á þessum efnum og sérstaklaga efnum sem hafa mjög stuttan helmingunartíma. Það getur því haft alvarlegar afleiðingar ef flutningar þessara efna raskast. Sjá nánar á vefsíðu IAEA (http://www.iaea.org/NewsCenter)

Ekki er vitað til þess að flutningar til Íslands hafi raskast af þessum sökum. Öryggi við flutninga á geislavirkum efnum verður eitt af þeim málum sem tekið verður fyrir á ársfundi IAEA sem haldinn verður dagana 20. – 24. september n.k.