Grár leysibendir á hvítum fleti bendir í átt frá áhorfanda

Grár leysibendir á hvítum fleti bendir í átt frá áhorfanda

Á hálfu ári hafa sjö dönsk börn hlotið varanlegar augnskemmdir eftir að hafa leikið sér með leysibenda.

Yfirlæknir á sjúkrahúsi í Glostrup, Jon Peiter Saunte, varaði nýlega við sterkum leysibendum og undraðist að ekki skuli hafa verið brugðist harðar við hættunni af þeim. Á síðustu sex mánuðum hafa sjö dönsk börn hlotið varanlegar sjónskemmdir vegna leysibenda. Sjá frétt danska ríkissjónvarpsins (DR).

Í Danmörku, eins og annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu, er sala á hættulegum neytendavarningi bönnuð og sterkir leysbendar eru þar á meðal. Þó er ekki hægt að banna innflutning sterkra leysibenda líkt og gert er í Noregi, samkvæmt talsmanni stofnunar sem fer með neytendavernd á þessu sviði í Danmörku (Sikkerhedsstyrelsen, sjá frétt DR).

Íslendingar hafa eins og Norðmenn sett reglugerð um sterka leysa og leysibenda sem gengur lengra en evrópsk neytendalöggjöf. Norðmenn hafa nýlega uppfært sína löggjöf frá fyrsta janúar 2015 til að skerpa á framkvæmd hennar og í undirbúningi er að gera slíkt hið sama á Íslandi.

Nánari umfjöllun má finna hér (28 mínútur).