Rafsegulóþol

Með aukinni hagnýtingu fjarskiptatækni sem nýtir rafsegulsvið á útvarpstíðni hafa Geislavörnum borist fyrirspurnir og erindi frá fólki sem á við heilsufarsvandamál að glíma sem það tengir óþoli fyrir rafsegulsviði.  Á heimasíðu Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, WHO, er að finna nokkuð ítarlegar upplýsingar og ráðleggingar varðandi rafsegulóþol, sjá https://www.who.int/peh-emf/publications/facts/fs296/en/ Á Vísindavefnum er svar við spurningunni: Er til

Umræða í Hollandi um áhrif 5G á heilsu

Heilbrigðisráð Hollands (Health Council of the Netherlands) sendi í gær frá sér samantekt á ensku þar sem farið er yfir svar ráðsins við fyrirspurn frá neðri deild hollenska þingsins um áhrif 5G á heilsu. Ráðið getur af ýmsum orsökum ekki svarað fyrirspurninni afdráttarlaust, en kannaði hvort einhverjar vísbendingar væri að finna um óæskileg áhrif rafsegulgeislunar á fyrirhuguðu orkusviði 5G kerfisins. Í frétt sem birt var í gær segir að ekki hafi verið sýnt fram á né þyki það líklegt, að 5G tæknin geti haft áhrif á heilsu fólks. Þó sé, út frá vísindalegum sjónarhóli, heldur ekki hægt að útiloka slíkt með öllu. Er hvatt til frekari rannsókna.

2020-09-04T19:30:11+00:0004.09.2020|Tags: , , |0 Comments

Tengjast 5G og COVID-19?

Sögusagnir um tengingu á milli 5G og COVID-19 hafa komist á kreik og spurningar þess efnis hafa meðal annar borist Vísindavefnum. Veiran sem veldur COVID-19 og 5G-fjarskiptanet eru tveir alveg ótengdir hlutir, eins og fram kemur í svari á Vísindavefnum við spurningunni "Er eitthvað til í því að 5G-fjarskiptanet hafi áhrif á veiruna sem veldur

2021-02-02T12:23:25+00:0020.04.2020|Tags: , |0 Comments

Nýjar viðmiðunarreglur fyrir 5G

Alþjóða geislavarnaráðið fyrir ójónandi geislun (The International Commission on Non‐Ionizing Radiation Protection (ICNIRP)) hefur gefið út nýjar viðmiðunarreglur og viðmiðunarmörk til verndar fólki vegna rafsegulsviða af útvarpstíðni (100 kHz – 300 GHz). Þær leysa af hólmi viðmiðunarreglur frá árinu 1998. Þeim er m.a. ætlað að tryggja nauðsynlegt öryggi við innleiðingu 5G fjarskiptatækninnar.

Fræðsluefni um 5G

Hvað er 5G? 5G er fimmta og nýjasta kynslóð (e. generation - 5G) þráðlausra farsímaneta og kemur í framhaldi af 4G farsímanetinu. 5G býður m.a. upp á hraðara streymi gagna og minni tafir á gagnaflutningi. Hagnýting 5G tækninnar hefur í för með sér fjöldann allan af nýjum notkunarmöguleikum. 5G á Íslandi Innleiðing á 5G