29. ágúst: Alþjóðlegur dagur gegn kjarnorkutilraunum

Árið 2009 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna með einróma ályktun að 29. ágúst skyldi verða alþjóðlegur dagur gegn tilraunum með kjarnorkuvopn. Eru aðildarríki í ályktuninni sérstaklega hvött til að efla vitund fólks og fræðslu um afleiðingar tilraunasprenginga og nauðsyn þess að þeim verði endanlega hætt. Framkvæmdastjóri SÞ, Ban Ki-moon, hefur sent frá sér yfirlýsingu af þessu tilefni.