Danskur læknir varar við leysibendum

Á hálfu ári hafa sjö dönsk börn hlotið varanlegar augnskemmdir eftir að hafa leikið sér með leysibenda. Yfirlæknir á sjúkrahúsi í Danmörku varaði nýlega við sterkum leysibendum í ljósi þessa.