Tilraunir með kjarnorkuvopn gagnast við rannsóknir á heilafrumum

Á kaldastríðsárunum sprengdu stórveldin yfir 500 tilraunakjarnorkusprengjur í andrúmsloftinu. Töluvert af geislavirku kolefni (geislakoli, C-14) myndaðist við þessar sprengingar. Nú hafa vísindamenn hjá Karólinsku stofnuninni í Svíþjóð fundið leið til að nýta aukningu geislakols í andrúmsloftinu frá kaldastríðsárunum til þess að rannsaka hvort taugafrumur í heilanum endurnýist.