Alþjóðlegt námskeið og heimsókn framkvæmdastjóra CTBTO

Nú er nýlokið námskeiði sem Geislavarnir ríkisins héldu í samvinnu við CTBTO (Comprehensive Nuclear-Test-Ban Treaty Organisation) til að efla þekkingu og viðhalda tæknilegri færni þeirra sem sinna rekstri eftirlitsstöðva alþjóðasáttmálans um allsherjarbann við kjarnorkutilraunum. Í framhaldi af því heimsótti framkvæmdastjóri CTBTO mælistöð Geislavarna, en hún er hluti af hnattrænu eftirlitskerfi CTBTO.

2018-10-30T10:40:21+00:0029.10.2018|Tags: |0 Comments

29. ágúst: Alþjóðlegur dagur gegn kjarnorkutilraunum

Árið 2009 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna með einróma ályktun að 29. ágúst skyldi verða alþjóðlegur dagur gegn tilraunum með kjarnorkuvopn. Eru aðildarríki í ályktuninni sérstaklega hvött til að efla vitund fólks og fræðslu um afleiðingar tilraunasprenginga og nauðsyn þess að þeim verði endanlega hætt. Framkvæmdastjóri SÞ, Ban Ki-moon, hefur sent frá sér yfirlýsingu af þessu tilefni.

2014-08-29T12:36:42+00:0029.08.2014|Tags: , , |Slökkt á athugasemdum við 29. ágúst: Alþjóðlegur dagur gegn kjarnorkutilraunum

CTBTO

CTBTO (Comprehensive Nuclear-Test-Ban Treaty Organisation) er alþjóðastofnun um allsherjarbann við tilraunum með kjarnavopn. Stofnunin hefur eftirlit með að banninu verði framfylgt og rekur með það að markmiði hnattrænt net næmra mælistöðva. Geislavarnir ríkisins reka eina þessara mælistöðva, en hún er sjálfvirk og safnar svifryki úr miklu magni lofts (yfir 500 m3/klst.) og greinir þau gammageislandi

2016-08-10T09:25:17+00:0020.06.2014|Tags: , , , |0 Comments

Námskeið fyrir starfsfólk eftirlitsstöðva CTBTO

Vikuna 5.-9. ágúst sl. stóðu Geislavarnir ríkisins fyrir námskeiði í samvinnu við CTBTO (Comprehensive Nuclear-Test-Ban Treaty Organisation) til að efla þekkingu og viðhalda tæknilegri færni þeirra sem sinna rekstri eftirlitsstöðva alþjóðasáttmálans um allsherjarbann við kjarnorkutilraunum. Í þessu skyni komu til Íslands tæknimenn frá mælistöðvum sem hafa sambærilegan tækjabúnað og er í mælistöð Geislavarna ríkisins en

2013-08-12T14:36:12+00:0012.08.2013|Tags: , , |Slökkt á athugasemdum við Námskeið fyrir starfsfólk eftirlitsstöðva CTBTO

N-Kóreumenn sprengja enn

Laust fyrir kl. 3 í nótt sprengdu N-Kóreumenn kjarnorkusprengju á tilraunasvæði sínu nærri Pyongyang, höfuðborg N-Kóreu. Mælingar úr vöktunarkerfi CTBTO (Comprehensive Nuclear-Test-Ban Treaty Organisation) leiddu samstundis í ljós að um sprengingu hefði verið að ræða, en ekki jarðhræringar. Með geislamælum kerfisins mun síðan vera hægt að staðfesta á næstu dögum að um kjarnorkusprengingu hafi verið að ræða.

2017-03-08T10:56:43+00:0012.02.2013|Tags: , , , , , |Slökkt á athugasemdum við N-Kóreumenn sprengja enn
Go to Top