Alþjóðlegt námskeið og heimsókn framkvæmdastjóra CTBTO
Nú er nýlokið námskeiði sem Geislavarnir ríkisins héldu í samvinnu við CTBTO (Comprehensive Nuclear-Test-Ban Treaty Organisation) til að efla þekkingu og viðhalda tæknilegri færni þeirra sem sinna rekstri eftirlitsstöðva alþjóðasáttmálans um allsherjarbann við kjarnorkutilraunum. Í framhaldi af því heimsótti framkvæmdastjóri CTBTO mælistöð Geislavarna, en hún er hluti af hnattrænu eftirlitskerfi CTBTO.