Geislavarnir við dýralækningar
Notkun jónandi geislunar við myndgreiningu og læknismeðferð dýra fer vaxandi í Evrópu. Víða má finna fullkomin sjúkrahús fyrir dýr með myndgreiningardeildum sem hæfa hátæknisjúkrahúsum. HERCA (Heads of the European Radiological protection Competent Authorities) stofnaði vinnuhóp um geislavarnir í dýralækningum árið 2012 og eitt af verkefnum hans var að kanna stöðu geislavarna við dýralækningar.