Ný viðmið fyrir tíðni reglubundins eftirlits

Með nýjum reglugerðum, annars vegar um geislavarnir vegna notkunar geislatækja sem gefa frá sér jónandi geislun (1299/2015) og hins vegar um geislavarnir við notkun lokaðra geislalinda (1298/2015), breytast áherslur í eftirliti Geislavarna ríkisins með notkun geislatækja og geislavirkra efna. Eftirlitið tekur nú í ríkari mæli mið af þeirri áhættu sem notkuninni fylgir.