Endurskoðunarfundur alþjóðasamnings um geislavirkan úrgang

Dagana 11. – 22. maí sl. var haldinn 5. endurskoðunarfundur alþjóðasamnings um öryggi við meðhöndlun notaðs eldsneytis kjarnaofna og geislavirks úrgangs. Yfir 700 fulltrúar 69 ríkja sem eru aðilar að samningnum funduðu í höfuðstöðvum IAEA í Vínarborg og fóru yfir skýrslur aðildarríkjanna um hvernig þau uppfylla kröfur samningsins.