Fróðleikur um 5G á vef ESB
Nýtt fræðsluefni um 5G á forminu Spurt og svarað hefur verið birt á vef framkvæmdastjórnar ESB (e. European Commission).
Nýtt fræðsluefni um 5G á forminu Spurt og svarað hefur verið birt á vef framkvæmdastjórnar ESB (e. European Commission).
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur birt á vef sínum spurningar og svör um 5G fjarskiptanet og heilsu.
Alþjóða geislavarnaráðið fyrir ójónandi geislun (The International Commission on Non‐Ionizing Radiation Protection (ICNIRP)) hefur gefið út nýjar viðmiðunarreglur og viðmiðunarmörk til verndar fólki vegna rafsegulsviða af útvarpstíðni (100 kHz – 300 GHz). Þær leysa af hólmi viðmiðunarreglur frá árinu 1998. Þeim er m.a. ætlað að tryggja nauðsynlegt öryggi við innleiðingu 5G fjarskiptatækninnar.
Hvað er 5G? 5G er fimmta og nýjasta kynslóð (e. generation - 5G) þráðlausra farsímaneta og kemur í framhaldi af 4G farsímanetinu. 5G býður m.a. upp á hraðara streymi gagna og minni tafir á gagnaflutningi. Hagnýting 5G tækninnar hefur í för með sér fjöldann allan af nýjum notkunarmöguleikum. 5G á Íslandi Innleiðing á 5G
Lokaskýrsla umfangsmikillar rannsóknar á áhrifum mikillar rafsegulgeislunar eins og notuð er í 2G og 3G farsímum á rottur og mýs er komin út. Niðurstöður rannsóknarinnar sem fór fram á vegum opinberra aðila í Bandaríkjunum, National Toxicology Program, sjá ntp.niehs.nih.gov, eru að karlrottur sem urðu fyrir mikilli 2G og 3G rafsegulgeislun sýndu aukna tíðni krabbameina í
Birt hefur verið nýtt álit vísindanefndar Evrópusambandsins um nýgreinda og vaxandi heilbrigðisáhættu (SCENIHR) um áhættu af völdum rafsegulsviða. Vísindanefndin leggur þar mat á viðeigandi vísindaleg gögn, greinir heildarniðurstöður og tekur afstöðu til þeirra með tilliti til almannaheilsu. Ensk útgáfa af þessum texta er aðgengileg hér og einnig má lesa meira um álitið hér. Textinn hér fyrir neðan er
Vísindanefnd Evrópusambandsins um nýgreinda og vaxandi heilbrigðisáhættu (SCENIHR) hefur nýlega birt niðurstöður sínar um hugsanleg áhrif rafsegulsviða á heilsu fólks. Yfirlit um niðurstöður nefndarinnar og íslenska þýðingu þess er nú að finna á fræðsluvef Geislavarna ríkisins.
Í bráðabirgðaniðurstöðum nýrrar skýrslu vísindanefndar Evrópusambandsins (SCHENIR) eru litlar breytingar gerðar á mati á heilsufarsáhættu vegna rafsegulsviða frá síðustu skýrslu nefndarinnar sem kom út árið 2009.
Í sameiginlegri yfirlýsingu norrænu geislavarnastofnananna segir að samanteknar niðurstöður rannsókna sem birst hafa í vísindaritum til þessa sýni ekki skaðleg heilsufarsáhrif frá rafsegulgeislun við þráðlaus samskipti sem eru að styrk fyrir neðan þau viðmiðunarmörk sem tekin hafa verið upp á Norðurlöndum.
Talsvert hefur borið á umræðu um hugsanlega hættur vegna GSM-mastra að undanförnu. Að öllum líkindum stafar þetta af því að íslensk símafyrirtæki eru um þessar mundir að fjölga GSM sendum og möstrum vegna svokallaðrar 3. kynslóðar af farsímum en ekki af því að fram hafi komið nýjar óvæntar niðurstöður úr heilsufarsrannsóknum á áhrifum GSM-geislunar á fólk.