Mælingar á rafsegulsviði frá farsímasendum

Geislavarnir ríkisins gerðu 51 mælingu á rafsegulsviði frá farsímasendum á 16 stöðum sumarið 2018 í samstarfi við Póst- og fjarskiptastofnun. Niðurstöður mælinganna sýndu að styrkur rafsegulsviðsins var í öllum tilvikum langt innan viðmiðunarmarka ICNIRP fyrir almenning. Með hliðsjón af þessum niðurstöðum telja Geislavarnir ríkisins að ekki sé, að svo stöddu, tilefni til frekari aðgerða eða mælinga á styrk rafsegulsviðs frá farsímasendum á Íslandi.  

Geislun frá farsímum og farsímamöstrum

Talsvert hefur borið á umræðu um hugsanlega hættur vegna GSM-mastra að undanförnu. Að öllum líkindum stafar þetta af því að íslensk símafyrirtæki eru um þessar mundir að fjölga GSM sendum og möstrum vegna svokallaðrar 3. kynslóðar af farsímum en ekki af því að fram hafi komið nýjar óvæntar niðurstöður úr heilsufarsrannsóknum á áhrifum GSM-geislunar á fólk.

2019-11-08T11:23:17+00:0005.09.2007|Tags: , , |Slökkt á athugasemdum við Geislun frá farsímum og farsímamöstrum
Go to Top