Fimm ár frá hamförunum í Japan

Um þessar mundir er þess víða minnst að liðin eru fimm ár frá náttúruhamförunum þegar gríðarstór jarðskjálfti skók Japan og há flóðbylgja skall á landinu í kjölfarið. Af þessu hlutust sem kunnugt er skemmdir á kjarnorkuverinu í Fukushima Daiichi með alvarlegum afleiðingum fyrir samfélagið á staðnum, sem enn sér ekki fyrir endann á.

2016-09-01T06:11:50+00:00 16.03.2016|Efnistök: , , , , |Slökkt á athugasemdum við Fimm ár frá hamförunum í Japan

Ný skýrsla UNSCEAR um magn og áhrif geislunar í kjölfar Fukushima-slyssins

Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um áhrif kjarnorkugeislunar (United Nations Scientific Committee on the Effects of Atomic Radiation, UNSCEAR) hefur gefið út ítarlega skýrslu um mat á magni og áhrifum geislunar í kjölfar skemmda á Fukushima-Daiichi kjarnorkuverinu í mars 2011.

2014-04-07T09:20:47+00:00 07.04.2014|Efnistök: , |Slökkt á athugasemdum við Ný skýrsla UNSCEAR um magn og áhrif geislunar í kjölfar Fukushima-slyssins

Ráðstefna IAEA um geislavarnir eftir Fukushima

Ráðstefna Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) um geislavarnir eftir kjarnorkuslysið í Fukushima hófst í höfuðstöðvum stofnunarinnar í Vínarborg í dag og stendur til föstudags. Ráðstefnuna sækja um 300 sérfræðingar frá um 75 löndum og 12 alþjóðastofnunum. Sigurður M. Magnússon forstjóri Geislavarna ríkisins er forseti ráðstefnunnar.

2016-11-04T07:24:37+00:00 17.02.2014|Efnistök: , , |Slökkt á athugasemdum við Ráðstefna IAEA um geislavarnir eftir Fukushima

Ísland í forsæti fundar hjá Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni

Á vefsvæði Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) hefur verið birt frétt þess efnis að Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins, hafi þegið boð stofnunarinnar um að vera forseti alþjóðlegs fundar um geislavarnir eftir kjarnorkuslysið í Fukushima. Fundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum IAEA í Vín, 17. - 21. febrúar 2014.

2016-11-04T07:24:47+00:00 21.08.2013|Efnistök: , , , , |Slökkt á athugasemdum við Ísland í forsæti fundar hjá Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni

Námskeið fyrir starfsfólk eftirlitsstöðva CTBTO

Vikuna 5.-9. ágúst sl. stóðu Geislavarnir ríkisins fyrir námskeiði í samvinnu við CTBTO (Comprehensive Nuclear-Test-Ban Treaty Organisation) til að efla þekkingu og viðhalda tæknilegri færni þeirra sem sinna rekstri eftirlitsstöðva alþjóðasáttmálans um allsherjarbann við kjarnorkutilraunum. Í þessu skyni komu til Íslands tæknimenn frá mælistöðvum sem hafa sambærilegan tækjabúnað og er í mælistöð Geislavarna ríkisins en

2013-08-12T14:36:12+00:00 12.08.2013|Efnistök: , , |Slökkt á athugasemdum við Námskeið fyrir starfsfólk eftirlitsstöðva CTBTO

Norræn ráðstefna um lærdóm af Fukushima slysinu

Norrænar kjarnöryggisrannsóknir (NKS) gengust fyrir ráðstefnu í Stokkhólmi þann 8.-9. janúar s.l. um hvaða lærdóm Norðurlönd gætu dregið af slysinu í Fukushima. Á annað hundrað manns sótti ráðstefnuna og fyrirlesarar voru á þriðja tug, þar af þrír sem eru leiðandi í alþjóðlegu starfi á sviði geislavarna.

2013-01-22T15:17:06+00:00 22.01.2013|Efnistök: , , , , , |Slökkt á athugasemdum við Norræn ráðstefna um lærdóm af Fukushima slysinu

Ný skýrsla: Vöktunarmælingar Geislavarna ríkisins 2011

Geislavarnir ríkisins hafa birt skýrslu með niðurstöðum mælinga stofnunarinnar á styrk geislavirks sesíns í andrúmslofti, úrkomu, mjólk, lambakjöti, sjó, fiski, þangi ofl. á árinu 2011. Styrkur efnisins er í öllum tilvikum langt neðan þeirra marka sem miðað er við í milliríkjaviðskiptum með matvæli.

2016-11-04T07:24:57+00:00 15.01.2013|Efnistök: , , , |Slökkt á athugasemdum við Ný skýrsla: Vöktunarmælingar Geislavarna ríkisins 2011