Vinnustofa um gammagreiningu
Næsta haust verður haldin vinnustofa um gammagreiningu í Reykjavík, GammaRay 2018. Þar verður fjallað um mælingar á geislavirkni og greiningu á mæliniðurstöðum ásamt almennara efni um tengda starfsemi. Áhugasömum er m.a. boðið að taka þátt í samanburðarmælingum og samanburðargreiningum á mæliniðurstöðum, auk þess sem leitast er við að kynna nýjungar á sviði mælitækni og greiningaraðferða.