Vinnustofa um gammagreiningu

Næsta haust verður haldin vinnustofa um gammagreiningu í Reykjavík, GammaRay 2018. Þar verður fjallað um mælingar á geislavirkni og greiningu á mæliniðurstöðum ásamt almennara efni um tengda starfsemi. Áhugasömum er m.a. boðið að taka þátt í samanburðarmælingum og samanburðargreiningum á mæliniðurstöðum, auk þess sem leitast er við að kynna nýjungar á sviði mælitækni og greiningaraðferða.

2020-11-23T15:53:10+00:0031.05.2018|Tags: , |0 Comments

Norræn vinnustofa um gammagreiningu

Geislavarnir ríkisins áttu nýverið þrjá fulltrúa á norrænni vinnustofu um gammagreiningu (GammaUser). Vinnustofan var haldin hjá geislavarnastofnun Finnlands, STUK, í Helsinki 6.-8. október sl. Geislavarnir tóku þátt í undirbúningi hennar ásamt fulltrúum frá hinum Norðurlöndunum, en um er að ræða verkefni sem hófst árið 2009 og er fyrirséð að framhald verði á því.

2016-11-04T07:24:15+00:0024.10.2014|Tags: , |Slökkt á athugasemdum við Norræn vinnustofa um gammagreiningu

Norræn vinnustofa um gammagreiningu

Vinnustofa um gammagreiningu verður haldin í Helsinki í Finnlandi dagana 6.-8. október næstkomandi. Markmið vinnustofunnar er að hvetja til samvinnu og hugmyndaskipta þeirra sem vinna við gammagreiningu á Norðurlöndunum. Vinnustofan hefst með kynningarnámskeiði í gammagreiningu og svo taka við fyrirlestrar og umræður um sértæk atriði gammagreiningar. Vinnustofan er styrkt af Norrænum Kjarnöryggisrannsóknum (NKS).

2014-08-26T13:08:25+00:0026.08.2014|Tags: , , |Slökkt á athugasemdum við Norræn vinnustofa um gammagreiningu

Norrænn skipulagsfundur í Reykjavík vegna ráðstefnu um geislamælitækni

Gammagreining er tækni sem gegnir lykilhlutverki við að þekkja og meta magn geislavirkra efna. Samtökin norrænar kjarnöryggisrannsóknir (NKS) hafa undanfarin ár gengist fyrir ráðstefnum um þessa tækni og var sú síðasta haldin í Hveragerði sl. haust. Nú er nýlokið í Reykjavík undirbúningsfundi fyrir næstu ráðstefnu, en á henni verða m.a. kynntar niðurstöður samanburðarmælinga sem þátttakendum gefst í sumar kostur á að taka þátt í.

2013-04-02T14:47:17+00:0002.04.2013|Tags: , , |Slökkt á athugasemdum við Norrænn skipulagsfundur í Reykjavík vegna ráðstefnu um geislamælitækni

Ný skýrsla og aukin áhersla á gammagreiningartækni

Geislavarnir hafa gefið út skýrslu sem Dr. Sigurður Örn Stefánsson skrifaði um gammagreiningartækni, þegar hann vann hjá stofnuninni eitt sumar á námsárum sínum við Háskóla Íslands fyrir tæpum áratug. Geislavarnir ríkisins gáfu ekki út skýrslur á þeim tíma. Efni skýrslunnar stendur þó enn fyrir sínu og stofnuninni finnst rétt að gefa skýrsluna út, enda hefur vaxandi áhersla verið á gammagreiningartækni hjá stofnuninni. Ennfremur er það stefna stofnunarinnar að gera sýnilegan góðan afrakstur vinnu námsmanna í tímabundinni vinnu.

2016-11-04T07:24:55+00:0021.02.2013|Tags: , , , , |Slökkt á athugasemdum við Ný skýrsla og aukin áhersla á gammagreiningartækni
Go to Top