Norræn vinnustofa um gammagreiningu

Geislavarnir ríkisins áttu nýverið þrjá fulltrúa á norrænni vinnustofu um gammagreiningu (GammaUser). Vinnustofan var haldin hjá geislavarnastofnun Finnlands, STUK, í Helsinki 6.-8. október sl. Geislavarnir tóku þátt í undirbúningi hennar ásamt fulltrúum frá hinum Norðurlöndunum, en um er að ræða verkefni sem hófst árið 2009 og er fyrirséð að framhald verði á því.