Norræn vinnustofa um gammagreiningu

Vinnustofa um gammagreiningu verður haldin í Helsinki í Finnlandi dagana 6.-8. október næstkomandi. Markmið vinnustofunnar er að hvetja til samvinnu og hugmyndaskipta þeirra sem vinna við gammagreiningu á Norðurlöndunum. Vinnustofan hefst með kynningarnámskeiði í gammagreiningu og svo taka við fyrirlestrar og umræður um sértæk atriði gammagreiningar. Vinnustofan er styrkt af Norrænum Kjarnöryggisrannsóknum (NKS).