Ný skýrsla og aukin áhersla á gammagreiningartækni

Geislavarnir hafa gefið út skýrslu sem Dr. Sigurður Örn Stefánsson skrifaði um gammagreiningartækni, þegar hann vann hjá stofnuninni eitt sumar á námsárum sínum við Háskóla Íslands fyrir tæpum áratug. Geislavarnir ríkisins gáfu ekki út skýrslur á þeim tíma. Efni skýrslunnar stendur þó enn fyrir sínu og stofnuninni finnst rétt að gefa skýrsluna út, enda hefur vaxandi áhersla verið á gammagreiningartækni hjá stofnuninni. Ennfremur er það stefna stofnunarinnar að gera sýnilegan góðan afrakstur vinnu námsmanna í tímabundinni vinnu.