Brjóstarannsóknir (mammography)

Brjóstarannsókn (e. mammography) er röntgenrannsókn af brjóstum kvenna. Rannsóknin er oftast gerð í leit að brjóstakrabbameini, en einnig getur verið um að ræða aðrir sjúkdómar. Hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags Ísland er haldið úti hópleit vegna brjóstakrabbameins hjá konum á aldrinum 40 - 70 ára. Notuð eru sérhönnuð röntgentæki sem eingöngu er ætluð til myndgerðar af brjóstum.

Kjarnlæknisfræði – ísótóparannsóknir

Geislameðferð Gammamyndavél í notkun Árið 1896 uppgötvaði Henri Becquerel geislavirkni efna og árið 1898 uppgötvaði Marie S. Curie og maður hennar Pierre Curie geislavirka frumefnið radín (e. radium), sem lengi var notað við geislalækningar.Geislavirkni er eiginleiki sumra atóma, en þau geta verið annað hvort stöðug eða óstöðug. Atóm eru stöðug ef það ríkir

2020-11-24T15:06:34+00:0008.06.2016|Tags: , , , , |Slökkt á athugasemdum við Kjarnlæknisfræði – ísótóparannsóknir

Röntgengeislun

Það var Wilhelm Conrad Röntgen, þýskur eðlisfræðingur, sem uppgötvaði röntgengeisla fyrstur manna þann 8. nóvember 1895 og tók fyrstu röntgenmyndina af hendi konu sinnar. Hann nefndi þessa nýju uppgötvun X-Strahlen eða X-rays.  Fyrsta röntgenmyndin Röntgenlampi er lofttæmt glerhylki með tveimur rafskautum. Í öðru þeirra er glóðarþráður tengdur við

2019-09-18T08:31:34+00:0008.06.2016|Tags: , , , , , , , |Slökkt á athugasemdum við Röntgengeislun

Segulómun (MRI)

Segulómun, eða "Magnetic Resonance Imaging", er mjög öflugt greiningartæki sem bættist í búnað myndgreiningardeilda á níunda áratug síðustu aldar. Þessi búnaður býr til þversniðsmyndir af líkamanum á svipaðan hátt og tölvusneiðmyndatækin en með töluvert frábrugðnum greiningarupplýsingum. Í þessum búnaði er ekki notuð jónandi geislun og því er mun minni áhætta fyrir sjúkling henni samfara.

Tannröntgenrannsóknir

Röntgenmyndir af tönnum er mikilvæg aðferð tannlækna við greiningu sjúkdóma og mat á ástandi tanna. Þá nýtist röntgenmynd af tönnum einnig við undirbúning fyrir tannplanta og við undirbúning og eftirlit við tannréttingar. Til viðbótar við venjulegar tannröntgenmyndir eru framkvæmdar myndatökur sem sýna bæði kjálkabein og tennur, svokallaðar kjálkasneiðmyndir (e. Panoramic) eða andlitsbeinamyndir (e. Chephalostat)

Framkvæmd röntgenrannsókna

Við röntgenmyndgerð eru það oftast geislafræðingar sem stjórna röntgenbúnaðinum. Þeir velja rétt svæði á líkamanum og stöðu hans fyrir hverja rannsókn, en um leið gæta þeir þess að geislaskammtur sjúklings við myndatökuna verði eins lítill og frekast er unnt. Sérstaklega er mikilvægt að takmarka stærð þess svæðis sem geislað er á eins og mögulegt er,

Nýtt fréttarit um geislavarnir í læknisfræði – EMAN

Nýlega var gefið út 3ja fréttaritið á vegum EMAN verkefnisins um geislavarnir vegna læknisfræðilegrar notkunar geislunar. Efni fréttabréfsins að þessu sinni er að mestu um þætti er varða notkun tölvusneiðmyndatækja. Fyrsta fréttabréf EMAN kom út í febrúar á þessu ári og gaf fyrst og fremst yfirlit yfir þau verkefni sem unnið er að innan EMAN

2016-11-04T07:24:45+00:0001.11.2013|Tags: , , , |Slökkt á athugasemdum við Nýtt fréttarit um geislavarnir í læknisfræði – EMAN

Nýtt fréttarit um geislavarnir í læknisfræði – EMAN

Nýlega var gefið út annað fréttarit á vegum EMAN verkefnisins um geislavarnir vegna læknisfræðilegrar notkunar geislunar. Efni fréttabréfsins að þessu sinni er að mestu um þætti er varða notkun röntgentækja á sjúkrahúsum utan röntgen- og myndgreiningardeilda. EMAN (European Medical ALARA Netvork) verkefnið var upphaflega stofnað á vegum EAN-ALARA  með stuðningi Evrópusambandsins með það að markmiði

2016-11-04T07:24:47+00:0027.08.2013|Tags: , , |Slökkt á athugasemdum við Nýtt fréttarit um geislavarnir í læknisfræði – EMAN

Tvö ný rit um geislavarnir barna við læknisfræðilega myndgreiningu

Nýlega kom út nýtt rit frá Alþjóðageislavarnaráðinu (ICRP). Ritið er númer 121 (ICRP Publication 121) og ber heitið „Radiological Protection in Paediatric Diagnostic and Interventional Radiology.“. Þá kom einnig út nýlega, rit hjá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni (IAEA) sem ber heitið „Radiation Protection in Paediatric Radiology“ og er það nr. 71 í ritröðinni: „Safety Report Series“. Í báðum þessum ritum er fjallað um geislavarnir barna við læknisfræðilega notkun röntgentækja og geislavirkra efna.

2013-02-26T10:43:43+00:0026.02.2013|Tags: , , , , , , , |Slökkt á athugasemdum við Tvö ný rit um geislavarnir barna við læknisfræðilega myndgreiningu