Meðalgeislaálag sjúklinga á heimsvísu óbreytt frá árinu 2008: UNSCEAR 2020/2021 skýrslan

Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um áhrif kjarnorkugeislunar, UNSCEAR (United Nations Scientific Committee on the Effects of Atomic Radiation), hefur gefið út skýrslu um geislaálag í læknisfræði. Meginmarkið skýrslunnar voru að áætla geislaálag (e. effective dose) sjúklinga á heimsvísu vegna notkunar jónandi geislunar í læknisfræði, að meta hlutfallslegt framlag mismunandi aðferða og aðgerða til geislaálags sjúklinga

Geislun á fingur starfsmanna

Meðal verkefna Geislavarna ríkisins er að hafa umsjón með mælingum á geislaálagi geislastarfsmanna á Íslandi.  Nú hefur um nokkurt skeið verið boðið upp á mælingar á geislaálagi á fingur með TLD-hringjum og er þessi þjónusta einkum ætluð geislastarfsmönnum sem vinna með opnar geislalindir. Geislaálag á fingur eru mælt með TLD-hringjum frá Landauer í Bretlandi. Í

Geislaálag á fingur mælt með TLD-hring

Við ákveðnar aðstæður er ástæða til að mæla geislaálag á fingur geislastarfsmanna.  Þetta á til dæmis við um þá sem vinna með opnar geislalindir. Í reglugerð 1290/2015 er kveðið á um leyfilegt hámark árlegs hlutgeislaálags á húð geislastarfsmanns og er það 500 mSv.  Mælingar á geislaálagi á fingur eru gerðar til þess að sýna fram

Mat á geislaálagi

Dæmigert geislaálag vegna tiltekinna rannsókna er hægt að reikna út frá dæmigerðum geislaskömmtum með því að nota viðeigandi breytistuðla.  Athugið að þessir breytistuðlar eru ekki ætlaðir til þess að reikna geislaálag einstaklinga í ákveðnum rannsóknum heldur aðeins til þess að finna dæmigerðar tölur byggt á gögnum um hópa fólks. Í töflunni eru breytistuðlar fyrir nokkrar

Mat á geislaskömmtum

Þekking á geislaskömmtum sjúklinga í myndgreiningarannsóknum er mikilvæg fyrir alla sem framkvæma slíkar rannsóknir.  Upplýsingar um dæmigerða geislaskammta á hverjum stað eiga að vera aðgengilegar bæði starfsfólki og þeim sem þurfa á myndgreiningarannsókn að halda. Leggja skal áherslu á að reikna og birta dæmigerða geislaskammta fyrir þær rannsóknir sem eru algengastar á hverjum stað, en

Viðmiðunargeislaálag fyrir tölvusneiðmynd af kvið

Í  töflunni hér fyrir neðan er hægt að sjá landsviðmið fyrir lengdargeislun sem sett hafa verið á Norðurlöndunum og dæmigerða lengdargeislun í tölvusneiðmyndatækjum á Íslandi (ártal innan sviga).  Tölurnar eiga við rannsóknaraðferðir sem notaðar eru fyrir algengar almennar ábendingar (það mætti kalla venjuleg rannsókn af kvið) á hverjum stað fyrir sig, en mun á lengdargeislun

Viðmiðunargeislaálag fyrir tölvusneiðmynd af heila

Í  töflunni hér fyrir neðan er hægt að sjá landsviðmið sem sett hafa verið á Norðurlöndunum og dæmigerða lengdargeislun í tölvusneiðmyndatækjum á Íslandi (ártal innan sviga).  Dæmigerð lengdargeislun á að jafnaði að vera lægri en landsviðmið. Landsviðmið á Norðurlöndum CTDI [mGy] DLP [mGycm] Geislaálag [mSv] Ísland (2019) - 1220 2,6 Danmörk (2015)

Brjóstarannsóknir (mammography)

Brjóstarannsókn (e. mammography) er röntgenrannsókn af brjóstum kvenna. Rannsóknin er oftast gerð í leit að brjóstakrabbameini, en einnig getur verið um að ræða aðrir sjúkdómar. Hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags Ísland er haldið úti hópleit vegna brjóstakrabbameins hjá konum á aldrinum 40 - 70 ára. Notuð eru sérhönnuð röntgentæki sem eingöngu er ætluð til myndgerðar af brjóstum.

Líffræðileg áhrif jónandi geislunar

Líffræðileg áhrif jónandi geislunar Áhrif geislunar á mannslíkamann geta birst með mismunandi hætti, allt eftir því hvernig einstakar frumur skaðast og hversu margar þær eru. Líkaminn getur oft náð að lagfæra skaða sem verður vegna geislunar. Í frumum eru það helst DNA, kjarnsýrusameindirnar í litningunum, sem eru viðkvæmar fyrir skaða. Áhrif jónandi geislunar

2020-11-13T10:48:46+00:0008.06.2016|Tags: , , , , , |Slökkt á athugasemdum við Líffræðileg áhrif jónandi geislunar

Radon

Radon Radon, Rn, er heiti frumefnisins með sætistöluna 86, en hér er eingöngu átt við kjarntegundina (samsætuna) Rn-222. Radon er geislavirk eðallofttegund sem verður náttúrulega til í umhverfinu (sjá einnig: náttúruleg geislun) viðhrörnun úrans. Lítill hluti geislaálags Íslendinga kemur til vegna innöndunar radons. Víða erlendis, sér í lagi á Skandinavíuskaganum veldur radon stærsta einstaka þættinum

2017-12-15T09:36:05+00:0008.06.2016|Tags: , , , , , |Slökkt á athugasemdum við Radon