Stefnubreyting í notkun geislahlífa á sjúklinga

Nýlega voru gefnar út í Bretlandi nýjar leiðbeiningar um notkun geislahlífa á sjúklinga í læknisfræðilegri myndgerð. Ritið markar tímamót þar sem ekki er lengur mælt með að nota geislahlífar á sjúklinga en notkun þeirra hefur verið viðtekin venja um áratuga skeið.