Nýtt rit: Söfnun upplýsinga um geislaskammta í tölvusneiðmyndum
Geislavarnir ríkisins hafa gefið út nýtt rit: Söfnun upplýsinga um geislaskammta í tölvusneiðmyndum – leiðbeiningar fyrir notendur. Í ritinu er því lýst hvaða gögnum þarf að skila til Geislavarna ríkisins vegna söfnunar geislaskömmta í tölvusneiðmyndum. Fjallað er í stuttu máli um geislaskammtastærðir, aðferð við gagnasöfnun og fyrir hvaða rannsóknir og ábendingar skila þarf upplýsingum.