Sigurður M. Magnússon áfram formaður HERCA

Á fundi forstjóra evrópskra geislavarnastofnana (Heads of European Radiological protection Competent Authorities, HERCA) í Vilníus þann 12. júní sl. var Sigurður M. Magnússon forstjóri Geislavarna ríkisins endurkjörinn formaður samtaka þeirra til þriggja ára og lýkur formennsku hans í árslok 2017.