Geislavirkt joð í Evrópu
Geislavirka efnið I-131 (Joð-131) hefur mælst í andrúmslofti á nokkrum stöðum í Evrópu undanfarnar vikur. Geislavarnir ríkisins annast mælingar á geislavirkum efnum í andrúmslofti á Íslandi og eru í samstarfi við erlenda aðila um miðlun niðurstaðna slíkra mælinga, en ekkert I-131 hefur mælst hér á landi.