Ný skýrsla um radonmælingar – mjög lítið af radoni í húsum á Íslandi

Skýrsla um rannsókn Geislavarna ríkisins á styrk radons í húsum á Íslandi sem fram fór 2012 – 2013 hefur nú verið gefin út. Niðurstöður mælinganna sýna að styrkur radons í húsum hér á landi er mjög lítill, sér í lagi samanborið við nágrannalöndin og langt undir viðmiðunarmörkum Evrópusambandsins.