Viðtal um geislavirk efni á Rás 1

Agnarsmátt hylki sem innihélt geislavirkt efni, sesíum 137, er fundið eftir sex daga dauðaleit að því í óbyggðum vestur Ástralíu. Efnið var notað við námuvinnslu og féll af flutningabíl fyrirtækisins Rio Tinto. Sesíum 137 getur verið hættulegt mannfólki, eins og oft á við um geislavirk efni. Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins ræddi þetta

65. ársfundur IAEA

Alþjóðakjarnorkumálastofnunin, IAEA, hélt 65. ársfund sinn í Vín daganna 20. - 24. september síðastliðinn. Aðildarríki IAEA eru 173 og sóttu fulltrúar þeirra fundinn, auk fulltrúa ýmissa félagasamtaka og fjölmiðla. Á ársfundinum voru samþykktar margar ályktanir um hin ýmsu viðfangsefni stofnunarinnar og áherslur næstu ára. Ísland tók virkan þátt í gerð ályktunar um geislavarnir, flutning geislavirkra

2021-09-27T08:52:08+00:0027.09.2021|Tags: |0 Comments

Upplýsingaveita fyrir geislavarnir í læknisfræði

Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) hefur birt á vef sínum nokkurs konar verkfærakistu fyrir geislavarnir í læknisfræði: Bonn Call for Action Implementation Toolkit Í verkfærakistunni má finna hlekki á yfir eitt þúsund verkfæri til umbóta á sviði geislavarna, meðal annars vefnámskeið, leiðbeiningar og ýmsa gagnagrunna sem stofnanir hafa búið til með það að markmiði að bæta geislavarnir

Veffyrirlestrar IAEA um geislavarnir almennings

Fimmtudaginn 28. maí er veffyrirlestur á vegum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) um notkun geislatækja við öryggisleit, hvort sem um er að ræða myndatöku af fólki eða farangri. Nánari lýsing og skráningarhlekkur: Safety of non-medical human imaging and inspection devices Fyrirlesturinn gæti einnig verið fróðlegur fyrir þá sem nota röntgentæki í matvælaiðnaði  þar sem margt er líkt með

Tími til að fræðast?

Á vef Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) eru vef-námskeið (e-learning course) um notkun geislunar og geislavarnir í læknisfræði.  Áætlaður tími fyrir hvert námskeið er 5-6 klukkutímar og getur hver og einn lokið þeim á sínum hraða.  Námskeiðin eru þátttakendum að kostnaðarlausu en hver og einn þarf að skrá sig.  Í lok námskeiða gefst þátttakendum færi á að taka

2020-04-16T18:55:24+00:0016.04.2020|Tags: , , |0 Comments

Skýrsla Íslands um kjarnöryggi

Geislavarnir ríkisins hafa lagt fram skýrslu Íslands um kjarnöryggi fyrir 8. rýnifund alþjóðasáttmála um kjarnöryggi (Convention on Nuclear Safety, CNS) sem haldinn verður í höfuðstöðvum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) 23. mars til 3. apríl 2020. Samningurinn tók gildi 24. október 1996 en Ísland varð fullgildur aðili að honum 2. september 2008. Markmið samningsins er að stuðla

2019-08-12T21:26:40+00:0012.08.2019|Tags: , , |0 Comments

Alþjóðleg ráðstefna um geislavarnir sjúklinga

Framkvæmd geislameðferðar, augngeislaskammtar og leiðbeiningar um val á rannsóknum voru efst á baugi á alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin var á vegum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) nú í desember um geislavarnir í læknisfræði. Tilgangur ráðstefnunnar var að meta árangur af sameiginlegu ákalli IAEA og WHO um aðgerðir í geislavörnum sem sett var fram árið 2012.

2017-12-21T10:18:33+00:0021.12.2017|Tags: , , , , |0 Comments

Kynning Íslands á rýnifundi um kjarnöryggi

Nú stendur yfir 7. rýnifundur alþjóðasáttmála um kjarnöryggi (Convention on Nuclear Safety, CNS) í höfuðstöðvum IAEA. Á reglulegum rýnifundum er m.a. farið í saumana á því hvernig aðildarríki sáttmálans, sem nú eru 80 talsins, uppfylla skilyrði hans. Fulltrúi Geislavarna ríkisins í sendinefnd Íslands á fundinum flutti í gær kynningu á stöðu Íslands í þessum efnum þar sem m.a. er tekið tillit til viðbragða annarra ríkja við skýrslu þeirri sem Ísland lagði fram sl. haust.

2017-03-31T14:00:20+00:0030.03.2017|Tags: , , , , |0 Comments

Nýtt fræðsluefni fyrir almenning á vef Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar

Nýlega hóf Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) að birta vef-fræðsluefni (e-Learning Modules on Radiation) sem ætlað er öllum sem vilja fræðast um geislun og notkun hennar. Tvær einingar hafa verið birtar og fjallar sú fyrsta um hvað geislun er en önnur um geislavá.

2016-09-08T14:43:00+00:0018.02.2016|Tags: , , , , |Slökkt á athugasemdum við Nýtt fræðsluefni fyrir almenning á vef Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar

Úttekt IAEA á geislavörnum á Íslandi

Sendinefnd sérfræðinga frá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni (IAEA) heimsótti Ísland 24. til 26. júní síðastliðinn í því skyni að gera úttekt á fyrirkomulagi og framkvæmd geislavarna á Íslandi og veita ráðgjöf á því sviði. Geislavarnir ríkisins önnuðust undirbúning og skipulagningu úttektarinnar.

2014-08-21T14:46:25+00:0021.08.2014|Tags: , , , |Slökkt á athugasemdum við Úttekt IAEA á geislavörnum á Íslandi