5G og heilsa: Spurt og svarað á vef WHO
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur birt á vef sínum spurningar og svör um 5G fjarskiptanet og heilsu.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur birt á vef sínum spurningar og svör um 5G fjarskiptanet og heilsu.
Alþjóða geislavarnaráðið fyrir ójónandi geislun (The International Commission on Non‐Ionizing Radiation Protection (ICNIRP)) hefur gefið út nýjar viðmiðunarreglur og viðmiðunarmörk til verndar fólki vegna rafsegulsviða af útvarpstíðni (100 kHz – 300 GHz). Þær leysa af hólmi viðmiðunarreglur frá árinu 1998. Þeim er m.a. ætlað að tryggja nauðsynlegt öryggi við innleiðingu 5G fjarskiptatækninnar.
Hvað er 5G? 5G er fimmta og nýjasta kynslóð (e. generation - 5G) þráðlausra farsímaneta og kemur í framhaldi af 4G farsímanetinu. 5G býður m.a. upp á hraðara streymi gagna og minni tafir á gagnaflutningi. Hagnýting 5G tækninnar hefur í för með sér fjöldann allan af nýjum notkunarmöguleikum. 5G á Íslandi Innleiðing á 5G
Geislavarnir ríkisins gerðu 51 mælingu á rafsegulsviði frá farsímasendum á 16 stöðum sumarið 2018 í samstarfi við Póst- og fjarskiptastofnun. Niðurstöður mælinganna sýndu að styrkur rafsegulsviðsins var í öllum tilvikum langt innan viðmiðunarmarka ICNIRP fyrir almenning. Með hliðsjón af þessum niðurstöðum telja Geislavarnir ríkisins að ekki sé, að svo stöddu, tilefni til frekari aðgerða eða mælinga á styrk rafsegulsviðs frá farsímasendum á Íslandi.
Umræða um rafsegulsvið og rafsegulgeislun kemur annað slagið upp í fjölmiðlum. Geislavarnir ríkisins fylgjast með umræðunni um rafsegulsvið og hugsanleg skaðleg áhrif þeirra og eru í samstarfi við aðrar stofnanir um mælingar sem lúta að öryggi almennings í því sambandi.
Vísindanefnd Evrópusambandsins um nýgreinda og vaxandi heilbrigðisáhættu (SCENIHR) hefur nýlega birt niðurstöður sínar um hugsanleg áhrif rafsegulsviða á heilsu fólks. Yfirlit um niðurstöður nefndarinnar og íslenska þýðingu þess er nú að finna á fræðsluvef Geislavarna ríkisins.