Ný reglugerð um notkun leysa, leysibenda og IPL-tækja
Heilbrigðisráðherra hefur sett nýja reglugerð nr. 171/2021 sem kveður á um innflutning og notkun leysa, leysibenda og IPL-tækja. Með nýju reglugerðinni eru settar skýrar kröfur um menntun þeirra sem heimilt er að nota þessi tæki, meðal annars við fegrunaraðgerðir. Enn fremur er skýrt kveðið á um aðkomu og ábyrgð læknis, hvort sem um er að ræða læknisfræðilega notkun þessara tækja eða notkun þeirra í fegrunarskyni.