Geislavarnir ríkisins fyrirmyndarstofnun árið 2020 

Niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2020 sem gerð var á vegum Sameykis, stéttarfélags í almannaþjónustu voru kynntar 14. október 2020. Könnunin er unni í samstarfi við Fjármála- og efnahagsráðuneytið og náði til um 12 þúsund starfsmanna.  Geislavarnir ríkisins urðu þess heiðurs aðnjótandi að vera í hópi þeirra stofnana þar sem starfsánægja starfsmanna er hvað mest. Stofnunin lenti í öðru sæti minni ríkisstofnana og hlýtur þar með nafnbótina Fyrirmyndarstofnun 2020.