Fimm ár frá hamförunum í Japan

Um þessar mundir er þess víða minnst að liðin eru fimm ár frá náttúruhamförunum þegar gríðarstór jarðskjálfti skók Japan og há flóðbylgja skall á landinu í kjölfarið. Af þessu hlutust sem kunnugt er skemmdir á kjarnorkuverinu í Fukushima Daiichi með alvarlegum afleiðingum fyrir samfélagið á staðnum, sem enn sér ekki fyrir endann á.