Skýrsla Íslands kynnt á rýnifundi Joint Convention

Þessa dagana stendur yfir 6. rýnifundur alþjóðasamnings um öryggi við meðhöndlun notaðs eldsneytis kjarnaofna og geislavirks úrgangs. Fulltrúar 78 ríkja sem eru aðilar að samningnum funda í höfuðstöðvum IAEA í Vínarborg og fjalla um hvernig þau uppfylla ákvæði samningsins. Ísland er eitt þessara ríkja.

Skýrsla Íslands til 6. rýnifundar alþjóðasamnings um geislavirkan úrgang

Á næsta ári verður haldinn 6. rýnifundur alþjóðasamnings um öryggi við meðhöndlun notaðs eldsneytis kjarnaofna og geislavirks úrgangs. Geislavarnir ríkisins skiluðu skýrslu Íslands til 6. fundarins 23. október sl. Hún var þá jafnframt birt á vef stofnunarinnar og má sjá skýrsluna hér (á ensku).

2017-11-01T12:08:56+00:0001.11.2017|Efnistök: , , |0 Comments

Endurskoðunarfundur alþjóðasamnings um geislavirkan úrgang

Dagana 11. – 22. maí sl. var haldinn 5. endurskoðunarfundur alþjóðasamnings um öryggi við meðhöndlun notaðs eldsneytis kjarnaofna og geislavirks úrgangs. Yfir 700 fulltrúar 69 ríkja sem eru aðilar að samningnum funduðu í höfuðstöðvum IAEA í Vínarborg og fóru yfir skýrslur aðildarríkjanna um hvernig þau uppfylla kröfur samningsins.

2016-11-04T07:24:01+00:0026.05.2015|Efnistök: , , , , , |Slökkt á athugasemdum við Endurskoðunarfundur alþjóðasamnings um geislavirkan úrgang