Skýrsla Íslands kynnt á rýnifundi Joint Convention

Þessa dagana stendur yfir 6. rýnifundur alþjóðasamnings um öryggi við meðhöndlun notaðs eldsneytis kjarnaofna og geislavirks úrgangs. Fulltrúar 78 ríkja sem eru aðilar að samningnum funda í höfuðstöðvum IAEA í Vínarborg og fjalla um hvernig þau uppfylla ákvæði samningsins. Ísland er eitt þessara ríkja.

Endurskoðunarfundur alþjóðasamnings um geislavirkan úrgang

Dagana 11. – 22. maí sl. var haldinn 5. endurskoðunarfundur alþjóðasamnings um öryggi við meðhöndlun notaðs eldsneytis kjarnaofna og geislavirks úrgangs. Yfir 700 fulltrúar 69 ríkja sem eru aðilar að samningnum funduðu í höfuðstöðvum IAEA í Vínarborg og fóru yfir skýrslur aðildarríkjanna um hvernig þau uppfylla kröfur samningsins.

2016-11-04T07:24:01+00:0026.05.2015|Tags: , , , , , |Slökkt á athugasemdum við Endurskoðunarfundur alþjóðasamnings um geislavirkan úrgang
Go to Top