Geislaálag vegna röntgenrannsókna í Evrópu 2008-2010

Nýlega kom út rit á geislavarnavefsetri Evrópusambandsins (ESB) með niðurstöðum samantektar frá 36 Evrópulöndum á tegundum og fjölda röntgenrannsókna og kjarnlæknisrannsókna (ísótóparannsókna). Í ritinu koma fram upplýsingar frá 36 löndum sem byggjast á gagnavinnu í hverju landi á árunum 2008 – 2010.