Ísland í forsæti fundar hjá Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni

Á vefsvæði Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) hefur verið birt frétt þess efnis að Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins, hafi þegið boð stofnunarinnar um að vera forseti alþjóðlegs fundar um geislavarnir eftir kjarnorkuslysið í Fukushima. Fundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum IAEA í Vín, 17. - 21. febrúar 2014.

2016-11-04T07:24:47+00:0021.08.2013|Tags: , , , , |Slökkt á athugasemdum við Ísland í forsæti fundar hjá Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni

Norðurlönd og Eystrasaltsríkin æfa viðbrögð við kjarnorkuslysi

Kjarnorkuslysaæfingar eru mikilvægar til að þróa, þjálfa og prófa viðbrögð við hugsanlegum slysum. Slík æfing var haldin fimmtudaginn 14. mars sl. í Finnlandi. Hin Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin nýttu sér hana til að æfa viðbrögð við kjarnorkuslysi í grannríki og ekki síst þá samvinnu á milli landanna sem er nauðsynleg. Töluverður tími, jafnvel margir dagar, myndi líða frá slíku slysi þar til geislavirk efni frá því gætu borist hingað til lands. Það er samt mikilvægt samhæfa frá fyrstu stundu mat og ráðgjöf á Íslandi því sem gert er annars staðar á Norðulöndum. Formlegt mat á æfingunni í heild mun liggja fyrir í sumar, en þegar er ljóst að hún nýttist vel við styrkingu viðbúnaðar á þessu sviði hérlendis.

2013-03-19T14:52:49+00:0019.03.2013|Tags: , , , , |Slökkt á athugasemdum við Norðurlönd og Eystrasaltsríkin æfa viðbrögð við kjarnorkuslysi
Go to Top